Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 45
HVAÐ ER AÐ 1 FRAKKLANDI ?
43
þjóðernisvakningu á síðustu
tveim áratugum aldarinnar,
blómstraði hún áfram og hef-
ur síðan að verulegu leyti mót-
að almenningsálitið.
Sérstakur talsmáti í sambandi
við svokölluð frönsk þjóðarein-
kenni, sem varð til einmitt á
þeim árum, er enn við lýði, ekki
aðeins í öllum opinberum um-
ræðum heldur einnig í skólun-
um, þó að sjá megi þess merki,
að yngsta kynslóðin sé hætt að
skilja þenna talsmáta eða taka
hann alvarlega. Til hans má
telja allt fimbulfambið um hinn
latneska skýrleik í hugsun,
og um það að Frakkinn sé gáf-
aður, hófsamur, þroskaður, and-
ríkur og síðast en ekki sízt ein-
staklingshyggjumaður. Það má
heyra gamla og mikilsmetna
franska rithöfunda eins og
André Siegfried fullyrða, að af
því að Frakkinn sé einstaklings-
hyggjumaður og hafi alla tíð
verið í uppreisn gegn yfirvöld-
unum, geti hann ekki beygt sig
í hlýðni undir skipulagt þjóð-
félagskerfi á sama hátt og Eng-
lendingur, Þjóðverji eða Norð-
urlandabúi. Það sé m. ö. o. ekk-
ert hægt að gera: hin franska
skapgerð, einstaklingshyggjan,
sem stundum er lofsungin og
talin þjóðardyggð, sé þannig
þrándur í götu þess að unnt sé
að koma á fót traustu ríkisvaldi.
Hver getur tekið svona rök-
semdafærslu alvarlega?
Að sjálfsögðu finnast hjá öll •
um þjóðum sérkenni, sem ytri
aðstæður eiga sinn þátt í að
móta; má þar til nefnda nátt-
úru landsins og loftslag, og á
síðari tímum efnahagsmál, fé-
lagsmál og stjórnmál, en óhugs-
andi er, að til séu varanleg og
óumbreytanleg þjóðareinkenni
hjá nokkurri þjóð, sem háð er
lögmálum þróunarinnar. Þetta
á við um Frakka jafnt og aðrar
þjóðir. Þegar þessi mál ber á
góma milli mín og franskra vina
minna og starfsbræðra, er ég
vanur að vitna í ummæli Volt-
aires um Svía sem dæmi um það
hvernig þjóðareinkenni breyt-
ast. I sögu sinni um Karl XII
segir Voltaire um Svía, að þeir
séu fæddir hermenn, en menn
til þess að vinna hagnýt störf
muni þeir aldrei verða. Þetta
var kannski réttmæli á dögum
Karls XII, en hvað ætli Volt-
aire segði um Svía nú?
Það væri auðvitað hægt að
líta eingöngu á broslegu hlið-
ina á þessu hástemmda tali um
þjóðareinkenni — allar þjóðir
gorta af góðum eiginleikum sín-
um — en ég held að hyggilegra
sé að líta einnig á alvarlegu
hliðina, því að einmitt þessi goð-
saga hefur mótað og mótar enn
á mjög afdrifaríkan hátt al-
menningsálitið í Frakklandi —
sem sýnir hve áhrifin frá alda-
mótunum og áratugunum næst
á undan þeim eru enn rík í
þjóðinni. Menn hugsa og álykta
næstum því eins og Frakkland
árið 1956 sé hið sama og Frakk-
land árið 1890 eða 1900 og að