Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 76

Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 76
-Miimisverður atburður úr annálum Iæknavísindanna: SÖGIJLEG BLÓÐGJÖF. Grein úr „Reader’s Digest“, eftir Frank P. Corrigan, lækni. GEORGE Washington Crile, hins nafntogaða skurðlækn- is, mun verða minnzt fyrir margt, m. a. fyrir Cleveland sjúkrahúsið, sem er ein merk- asta stofnun sinnar tegundar, og fyrir hinn stóra herspítala í Cleveland, sem ber nafn hans. En það sem að mínu áliti mun halda. nafni hans lengst á lofti, er hin minnisverða læknisaðgerð sem hann leysti af hendi eina. molluheita ágústnótt árið 1906. Hún boðaði nýtt tímabil í sögu skurðlæknisfræðinnar með því að sýna, að unnt væri að gefa sjúklingi blóð úr öðrum manni. Og þana bar að næstum fyrir tilviljun. Ég var á vakt í St. Alexis sjúkrahúsinu í Cleveland þegar vökukonan á neðstu hæð kallaði mig til sjúklings, sem hún sagði að væri langt leiddur. Þegar ég kom að rúmi sjúklingsins, sá ég að hjúkrunarkonan hafði ekki farið með ýkjur. Sjúklingurinn, Joseph Miller, sem lagður hafði verið inn um morguninn með siæma nýrnablæðingu, var að dauða kominn. Ég þreifaði á slagæðinni — sláttur hennar var naumast merkjanlegur; andar- drátturinn tíður og stuttur; var- irnar bláar. Ég skipaði svo fyr- ir, að honum skyldi strax gefið örvandi lyf og saltupplausn dælt í æð á honum. Svo leitaði ég uppi yfirskurðlækni spítalans, dr. Crile, sem brá skjótt við. Þegar hann kom í sjúkrahús- ið var hann í kjólfötum — hann hafði setið veizlu. Dr. Crile var óvenjulegur maður, skjótráður og fjörmikill og vakti traust og öryggi hvar sem hann kom. Þessa nótt var hann í óvenju góðu skapi. Hann skoðaði sjúk- linginn og fann að hann hafði hresstst við lyfið sem ég hafði látið gefa honum, en það var augljóst, að ef ekkert yrði að gert, mundi Joseph Miller eiga skammt eftir ólifað. Dr. Crile sneri sér að mér og sagði: ,,Cor- rigan, ég ætla að gega honum blóð.“ Ég varð agndofa. Þó að ég vissi að nafninu til hvað blóð- gjöf var, hafði ég aðeins óljósa hugmynd um hvernig hann ætl- aði sér að framkvæma hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.