Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 14
ÚRVAL
12
væri ósnortin af mannahöndum,
þar sem hún gæti reikað um
fjörur og skoðað þau undur
veraldar sem þar eru, veraldar
sem er ævagömul en þó ávallt ný.
Því miður kvaðst hún ekki
treysta sér til að klöngrast um
klettótta strönd Maine, hún
væri of erfið yfirferðar fyrir
konu sem skorti aðeins rúmt
ár í nírætt. Mér hlýnaði um
hjartaræturnar við að lesa
um þennan æskuglaða áhuga,
sem enn logaði í brjósti þess-
arar konu jafnskær og fyrir
áttatíu árum.
Geturðu fyrirgefið pahha?
Úr „Allt“.
Þetta einlœga ákall birtist upphaflega í dagblaði t New York í
dálkinuni „Frá lesendum". Það var fyrir nokkrum áratugum. Síðan
hefur það birzt í þúsundum blaða viðsvegar um heim og ótal sinn-
um verið lesið í útvarp í mörgum löndum og á mörgum tungum.
Ég hef læðst hljóðlausum
skrefum inn í herbergið þitt.
Iðrunin greip mig þegar ég sat
með dagblaðið frammi í dag-
stofunni. Ég kem sakbitinn að
rúmi þínu þar sem þú sefur
með kreppta höndina undir
kinninni og hárið límt við sveitt
ennið.
Sonur minn, það sem ásótt
hefur huga minn er þetta:
Ég hef komið illa fram við
þig. Þegar þú varst að búa þig
í skólann í morgun, ávítaði ég
þig fyrir að þú straukst þér
aðeins í framan með votum
vasaklút. Ég kvartaði undan
því, að skórnir þínir væru ó-
burstaðir. Ég lét í ljós gremju
mína yfir því að þú skildir leik-
föngin þín eftir í óreiðu á gólf-
inu.
Um hádegið var ég með nýj-
ar aðfinnslur. Þú hafðir gleypt
matinn í þig af of mikilli græðgi.
Þú lagðir olnbogana upp á borð-
ið. Og þegar þú hljópst út til
að leika þér og ég fór til vinnu
minnar, þá snerir þú þér við
og kallaðir: ,,Hæ, pabbi!“
En ég tók ekki undir, hleypti
aðeins brúnum og sagði:
„Gakktu beinn! Settu ekki
herðablöðin s,vona út í loftið!“
Sagan endurtók sig seinna
um daginn. Á heimleiðinni kom