Úrval - 01.08.1956, Síða 7

Úrval - 01.08.1956, Síða 7
EÐLISSKYN BARNSINS Á UNDUR HEIMSINS 5 Aldrei er eins gaman að ganga um í skóginum og þegar hann er regnvotur; skógarnir í Maine eru aldrei ferskari, aldrei grózkumeiri en þá. Þá er silfur- húð á öllum barrnálunum; burkninn líkist hitabeltisgróðri og á hverri blaðrönd glitra daggarperlur. Fagurlitaðir sveppir — mustarðsgulir, rauð- gulir og rósrauðir — skjóta upp kollinum og skófir og mosi fá á sig ferskan lit, ýmist græn- an eða silfurlitan. Ég komst að því í fyrrasum- ar, að börn geta líka lært að meta dásemdir náttúrunnar þó að yfirbragð hennar sé ekki sól- bjart. Það hafði verið rigning og þoka dögum saman. Fiski- mennirnir höfðu ekki komið til að vitja um humargildrur sínar, enginn máfur hafði sést á ströndinni og varla að heitið gæti að íkorna hefði sést bregða fyrir. Sumarhúsið var orðið eins og fangelsi fyrir eirðarlít- inn þriggja ára hnokka. „Við skulum koma út í skóg,“ sagði ég. „Kannski sjáum við ref eða dádýr.“ Og við settum um sjóhatt, fórum í gula olíu- kápu og trítluðum af stað full eftirvæntingar. Ég hef alltaf dáðst að skóf- um, af því að þær eru í ætt við álfheima — silfurhringir á steini, smágerðar myndanir líkt og bein eða horn eða skel af sjávardýri — og það gladdi mig að sjá að Roger hreifst af þeirri undursamlegu breytingu RACHEL CARSON, höfundur þefts- arar grcinar, er mörgum íslenzkum lesendum aö ijóöu kunn síðan bók hennar, HAFIÐ OG IIULDAR LEND- UR (The Sea Around Us) kom út i þýöingu Hjartar Halldórssonar. Um Jiöfundinn segir dr. Hermann Ein- arsson í formála að íslenzku útgáf- unni: Höfundurinn er bandarísk kona, sem starfað hefur við hafrann- sóknir, og virðist mér hún bceði hafa vandað allan undrbúmhg og grann- skoðað heimildir. Jafnframt hefur liún kostað kapps um að kynna nýj- ar kenningar í haffrœðum. Að því leyti teiðir hún lesandann beint inn á „verkstœði“ hafrannsóknanna, þar sem fram fer sífelld endurskoðun eldri staðreynda og nýjar eru felldar inn í þá heildarmynd, sem vér reynum að setja oss fyrir sjónir.“ — Greinin, sem hér birtist, er ekki um hafvísindi - - og þó má með nokkrum rétti segja, að hún fjalli um undirstöðu allra náttúruvísinda — áhuga barnsins á náttúrunni og undrum hennar. Grein- in er yljuð af ást höfundar á náttúr- unni og ölln sem lífsanda dregur, cnda er Rachel Carson einn allra vinsœlasti rithöfundur, sem uú skrif- ar alþýðlegar bcekur um náttúruvís- indi. sem orðið hafði á þeim við rign- inguna. Skógargatan var þakin svokölluðum hreindýramosa, sem er í rauninni skófir. Hann lá eins og silfurborði gegnum grænan skóginn. I þurru veðri sýnast skófirnar þunnar; þær eru stökkar og molna undir fót- um manns. Nú höfðu þær drukkið í sig vætuna og voru þykkar og mjúkar eins og svampur. Roger hoppaði af kæti og lagðist á hnén til að þreifa á skófunum og finna mýkt þeirra. Það var í þetta skipti sem við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.