Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 29

Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 29
Brezkur bókaútgefandi af rússneskum ættum fór nýlega til Bússlands í viðskiptaerindum. Heimkominn flutti hann eftirfarandi erindi í Brezka útvarpið — Um nýja strauma í Sovétbókmenntum. TJr „The Listener“, eftir iManya Harari. AÐ er fjörutíu og eitt ár síðan ég sem drengur kvaddi Rússland, þá þegar hneigður fyrir bækur. Að fá að koma þangað aftur í verzlunarerind- um sem útgefandi var jafnfá- gætt atvik í lífi útgefanda og í lífi flóttamanns. Tilgangur ferðar minnar var að leita uppi rússneskar bækur til útgáfu í Englandi og jafnframt að kanna áhuga Rússa á enskum rithöf- undum. Þó að dvöl mín væri stutt, gafst mér nokkurt tæki- færi til að kynnast bókmennta- smekk í Sovétríkjunum. Gagnstætt því sem var í Rússlandi þegar ég var þar drengur er nú öllum kennt að lesa. Mér virtust menntamenn lesa næstum allt sem út er gef- ið. En ég kom líka í bjálka- hús úti í sveit þar sem ekki var til annað lesefni en tvær tækni- handbækur: hinn ungi heimil- isfaðir var að „mennta sig í faginu", en hvorki hann né kon- an hans lásu sér til skemmtun- ar. Meðal menntamanna virt- ust mér Tolstoj og Tjekov skipa sama virðingarsess og í bernsku minni. Ilya Ehrenburg sagði mér, að ungt fólk læsi mikið fyrstu bækur Dostojevskis, en hlypi yfir kafla í Fábjánanum og Brœðrunum Karamazov. Hann taldi, að þjáningarheim- speki Dostojevskis væri ekki að skapi unga fólksins, því fynd- ist hún tilgerðarleg. Ég þáði heimboð af Ehren- burg. íbúð hans er skreytt myndum eftir Picasso, fögrum, gamaldags leirmunum og tré- skurðarmyndum og bókum á næstum öllum tungumálum heims —- þeirra á meðal bækur hans sjálfs. Við töluðum um strauma í Sovétbókmenntum. Ég sagði, að mér fyndust sum- ar þær skáldsögur, sem ég hefði lesið, ofhlaðnar siðaboð- skap; hann sagði að slíkt væri merki þess að þær væru illa skrifaðar: listin gæti ekki verið siðblind, en í góðri skáldsögu væri boðskapurinn samtvinnað- ur efninu. I samtölum mínum um ensk- ar bókmenntir við útgefendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.