Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 75
AÐ NJÓTA TÓNLISTAR
73
hver ný blæbrigði, nýjar dýr-
mætar perlur. Góð tónlist verð-
ur betri því oftar sem hlustað
er á hana; það er aðeins léleg
tónlist sem ekki þolir endur-
tekningu.
Við nánari kynni mun áhuga-
samur hlustandi læra að
meta sönglög jafnt og óperur,
sinfóníur jafnt og óratoría;
Bach og Gershwin, Claudo
Monteverdi og Guiseppe Verdi,
Johann Strauss og Richard
Strauss, allir munu þeir hver
á sinn hátt veita honum unað.
I mörg ár sneyddi ég hjá
óperunni Elektra eftir Richard
Strauss; mér fannst hún lítt-
skiljanlegur gauragangur. En
svo dag nokkurn í Vín hitti ég
sópransöngkonuna Helene Wild-
brunn, eina af fyrstu söngkon-
unum, sem söng hlutverk El-
ektru. ,,Þegar ég byrjaði að
læra hlutverk mitt,“ sagði hún,
„heyrði ég ekkert nema hávaða.
Á einni æfingunni ávítaði
Strauss mig blíðlega. „Þér verð-
ið að hjálpa mér,“ sagði hann.
„Með svolítilli þolinmæði og
vinnu mun sólin birtast yður
gegnum hinn ómstríða lággróð-
ur.“ Guð blessi Strauss! Elektra
varð eitt af uppáhaldshlutverk-
um mínum.“
Hún er nú ein af uppáhalds-
óperum mínum. Við verðum að
hjálpa tónskáldunum. Að hugsa
sér, að ég skyldi svo lengi hafa
farið á mis við alla þessa feg-
urð af því að ég vildi ekki
hlusta á hana! Ég veit nú hve
litlu máli skiptir hvort maður
kýs heldur nítjándu aldar tón-
list eða nútímatónlist, alvarlega
tónlist eða létta, sönglög eða
hljómsveitarverk, klassíska tón-
list eða jass — ef maður ein-
ungis elskar tónlist.
vj
Lír þingræðu: „Það má með lítilli lagfræðingu nota hin
fleygu orð Churchills um þessa skattalækkun: „Aldrei hafa
jafnmargir beðið jafnlengi eftir jafnlitlu."
Sinn er siður i landi hverju, og á það eins við um auglýs-
ingar og annað. 1 dagblaði í Barcelona var auglýsing um
þvottavélar og stóð í henni með stóru letri: Más Tiempo para
el Amor — sem útleggst: „Meiri timi til að elska."
Verðbólga.
Maður nokkur hafði tekið sér stöðu fyrir framan stóra
skrifstofubyggingu og bauð skóreimar til sölu. Einn starfs-
maður í húsinu gerði sér það að reglu að rétta krónu að
manninum í hvert skipti sem hann fór út, en hann tók aldfei
skóreimar fyrir. Dag nokkurn þegar skrifstofumaðurinn hafði
látið krónu detta í bakkann, sagði farandsalinn: „Sg er ekki
að kvarta, herra minn, en skóreimarnar hafa hækkað upp i'
eina krónu og fimmtiu.11
— The American Legion Magazine.