Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 21
HVERSVEGNA VERÐA KARLMENN ÁSTFANGNIR?
19
En með batnandi lífskjörum
og vaxandi kynnum af menn-
ingu annarra kynþátta, vaknaði
þörfin á æðri tilfinningum. Þær
gátu ekki rúmazt innan þess
ramma, sem ríkjandi ástand
skapaði þeim, þær voru aðfeng-
inn varningur og héldu áfram
að vera það, einkskonar auka-
geta utan við daglegt líf fólks-
ins, og þannig hefur það verið
síðan. Hin mikla ást miðaldanna
var utanhjónabandsást, átak-
anleg og kvalafull. Hugsjónin
var sú, að ástin öðlaðist aldrei
fullnægju en leystist upp í söng
og draumum og sálarkvölum;
þegar hin rómantíska ást var
ákafast dýrkuð, var algengt að
hugsjúkir elskendúr færu öðru
hvoru út í skóg og hlypu þar
um á fjórum fótum meðal villi-
dýranna, þangað til hugdjarfir
ættingjar sóttu' þá. Sagnir eru
til um daðurgjarnar konur, sem
ráku ástsjúka vonbiðia sína
hlæjandi á dyr og neyddu ves-
lings mennina svo oft til þess
að gerast villimenn úti í skógi
að þeir urðu fársjúkir.
En þetta gerðist allt utan vé-
banda hjónabandsins. Kvæntur
maður gat ekki leyft sér að
verða ástfanginn af konunni
sinni, og yrði hann það eigi að
síður, varð hann að vera með
látalæti — eins og t. d. Venes-
lás konungur af Bæheimi, þegar
hann uppgötvaði að hann elsk-
aði drottninguna. Á opinberum
byggingum í Prag — og í einka-
biblíu konungsins, getur að líta
myndir af honum sem villi-
manni, tilbiðjandi drottninguna
. . . sem er gerð eins og vændis-
kona af því tagi sem sómakær
konungur á miðöldum gat leyft
sér að verða ástfanginn af.
Frá þessum sérkennilegu tím-
um þróuðust ástamálin með
sveiflum, annarsvegar til tár-
klökkrar rómantíkur og hins-
vegar til megnrar andúðar á
allri tilfinningasemi. Á endur-
reisnartímabilinu iðkuðu sveim-
hugar enn álfaleik í tunglskini,
en hinn harmsögulegi þáttur
ástarinnar var að miklu leyti
úr sögunni. Á næstu öldum fór
kaldhyggja í vöxt, ástin varð
leikur, og að lokum var hún
næstum horfin, en í staðinn iðk-
uðu menn léttúðarfullt daður,
sem ekki fól í sér neinar alvar-
Iegar tilfinningar. Ástarguð ró-
kokkótímans var þybbinn dreng-
hnokki með boga og ör, jafn-
barnalegur og sú kaldhyggja
sem ríkti hjá hinum svokölluðu
fórnarlömbum hans. Alvöru-
þrungin ást var hlægileg, og
eina óhæfan sem hent gat elsk-
huga, var að sýkjast af kyn-
sjúkdómi. Fæstir gátu raunar
vænzt þess að komast hjá þeirri
ógæfu.
Eftir léttúðina komu strang-
ir tímar, og með hinu borgara-
lega siðgæði fékk ástin tækifæri
til að rétta hlut sinn. Kamilíu-
frúin og Werther hinn ungi voru
fyrirmyndin. Ástin var átakan-
leg, sóttheit og mörkuð dauð-
anum, menn steyptu sér út í