Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 36
Jvýjimg' i geimslu matvæla:
ISotkun fúkalyfja við geymslu matvœla.
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
eftir iMilton Silverman.
TILRAUNIN hófst á mollu-
heitum morgni fyrir einu
ári á nautabúgarði í Camagiiey
á Kúba. í viðurvist margra
amerískra vísindamanna var 30
nýslátruðum nautsskrokkum
kornið fyrir í kælihólfi á stór-
um vörubíl. Því næst ók bíl-
stjórinn af stað til Havana, sem
var nærri 500 km í burtu.
En bíllinn og kælikerfið í hon-
um bilaði á leiðinni, og í tvo
daga stóð hann á veginum í
steikjandi sólarhita meðan bíl-
stjórinn var að ná sér í vara-
hluti til að gera við hann. Þegar
bíllinn kom loks til Havana,
tóku rísindamennirnir á móti
honum. Þegar þeir opnuðu hurð-
ina á kæliklefanum barst ó-
daunn að viturn þeirra. Fimm-
tán skrokkar voru slepjaðir og
mikið skemmdir, en hinir 15
höfðu látið furðanlega lítið á
sjá.
Ný aðferð við geymslu á mat-
vælum hafði hér staðizt próf
reynslunnar á sannfæra.ndi
hátt, aðferð sem án efa er
mesta framför í matvæla-
geymslu er orðið hefur síðan
frysting matvæla var almennt
upp tekin fyrir aldarfjórðungi.
Þessi nýjung er fólgin í notkun
fúkalyfja (antibiotica) — efna
eins og t. d. aureomycin, terra-
mycin og streptomycin. Nauts-
skrokkarnir 15, sem að framan
getur, höfðu verið mengaðir
fúkalyfjum á þann hátt, að
fúkalyfjaupplausn hafði verið
dælt inn í æðakerfi dýranna
strax eftir að þeim hafði verið
slátrað.
Að baki þessarar nýjungar
liggur rannsóknarstarf margra
manna, m. a. lífefnafræðings-
ins dr. Hugh L. A. Tarr, for-
stöðumanns fiskrannsóknar-
stöðvar Kanadastjórnar í Van-
cover. Árið 1938 hófu Tarr og
nokkrir aðstoðarmenn hans leit
að efnum, er hægt væri að nota
til að verja fisk rotnun. Til var
fjöldi efna, sem gátu drepið
þær bakteríur, er valda skemmd
á fiski, en gallinn á þeim öllum
var sá, að þau voru líka ban-
væn mönnum. En sumarið 1950
gerðu þeir tilraunir með nokkur
fúkalyf, og sannfærðust þá
um, að þrjú þeirra — terra-
mycin, chloromycetin, og þó
einkum aureomycin, myndu
reynast ágætlega sem rotvarn-
arefni.