Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
næsta mánudag, vandræðalegur
og með uppgerðarbros. Hann
sagði, að systir sín hefði veikzt
og að hann hefði orðið að fresta
ferðalaginu.
Páli gekk æ verr í skólanum.
I ákefð sinni að koma kennur-
unum í skilning um fyrirlitning-
una, sem hann hefði á þeim, og
hve mjög hugur hans hneigðist
til merkilegri viðfangsefna, lét
hann stöku sinnum orð falla í
þá átt, að hann hefði engan tima
til að liggja yfir stærðfræði-
dæmum. Hann bætti við — um
leið og hann hnyklaði brúnirn-
ar og setti upp derringssvip,
sem kennurunum fannst svo ó-
þolandi — að hann aðstoðaði
leikarana í leikhúsinu; þeir
væru gamlir vinir hans.
Endalokin urðu þau, að skóla-
stjórinn kom að máli við föður
Páls, og eftir það samtal var
Páll tekinn úr skólanum og lát-
inn fara að vinna. Forstjóra
Carnegie-hallarinnar var til-
kynnt, að Páll myndi ekki vísa
þar framar til sætis; dyraverði
leikhússins var bannað að
hleypa honum inn; og Charley
Edwards lofaði föður Páls því
hátíðlega, að hann skyldi ekki
hitta piltinn oftar.
Leikararnir höfðu gaman af
þegar þeim var sagt frá skrök-
sögum Páls — einkum kven-
fólkið. Kvenfólkið vann mikið,
og flestar konur höfðu fyrir löt-
um eiginmanni eða bróður að
sjá, og þær hlógu kuldahlátri
yfir því, að þær skyldu hafa
haft þau áhrif á piltinn, að
hann færi að segja þessar herfi-
legu lygasögur. Þær voru á
sama máli og skólastjórinn og
faðir Páls um það, að hann væri
erfiður viðureignar.
Austurlestin mjakaðist gegn-
um janúarbylinn. Kuldalegur
dagur var að renna, þegar eim-
lestin blístraði skammt frá New-
ark. Páll rauk upp af bekknum
þar sem hann hafði legið i hnipri
og sofið óvært. Hann nuddaði
móðuna af rúðunni og gægðist
út. Snjórinn þyrlaðist yfir land-
ið og það voru komnir stórir
skaflar á akrana og meðfram
girðingunum. Hér og þar stóðu
þó feyskin strá og illgresis-
brúskar upp úr hjarnbreiðunni.
Það var ljós í gluggum hinna
dreifðu húsa, og nokkrir verka-
menn stóðu í hóp við járnbraut-
arteinana og veifuðu ljóskerum.
Páll hafði ekki sofið mikið og
honum fannst hann vera óhreinn
og illa til reika. Hann hafði ekki
ferðazt í svefnvagni um nótt-
ina, af því að hann óttaðist að
einhver kaupsýslumaður frá
Pittsburg, sem hefði séð hann
í skrifstofu Denny & Carson,
kynni að veita honum eftirtekt.
Þegar hann vaknaði við blístrið
í eimreiðinni, þreif hann í skynd-
ingu í brjóstvasann og leit í
kringum sig. En litlu, sóðalegu
Italirnir sváfu áfram; subbu-
legu konurnar hinum megin við
ganginn hrutu með opinn munn-