Úrval - 01.08.1956, Síða 104

Úrval - 01.08.1956, Síða 104
102 ÚRVAL næsta mánudag, vandræðalegur og með uppgerðarbros. Hann sagði, að systir sín hefði veikzt og að hann hefði orðið að fresta ferðalaginu. Páli gekk æ verr í skólanum. I ákefð sinni að koma kennur- unum í skilning um fyrirlitning- una, sem hann hefði á þeim, og hve mjög hugur hans hneigðist til merkilegri viðfangsefna, lét hann stöku sinnum orð falla í þá átt, að hann hefði engan tima til að liggja yfir stærðfræði- dæmum. Hann bætti við — um leið og hann hnyklaði brúnirn- ar og setti upp derringssvip, sem kennurunum fannst svo ó- þolandi — að hann aðstoðaði leikarana í leikhúsinu; þeir væru gamlir vinir hans. Endalokin urðu þau, að skóla- stjórinn kom að máli við föður Páls, og eftir það samtal var Páll tekinn úr skólanum og lát- inn fara að vinna. Forstjóra Carnegie-hallarinnar var til- kynnt, að Páll myndi ekki vísa þar framar til sætis; dyraverði leikhússins var bannað að hleypa honum inn; og Charley Edwards lofaði föður Páls því hátíðlega, að hann skyldi ekki hitta piltinn oftar. Leikararnir höfðu gaman af þegar þeim var sagt frá skrök- sögum Páls — einkum kven- fólkið. Kvenfólkið vann mikið, og flestar konur höfðu fyrir löt- um eiginmanni eða bróður að sjá, og þær hlógu kuldahlátri yfir því, að þær skyldu hafa haft þau áhrif á piltinn, að hann færi að segja þessar herfi- legu lygasögur. Þær voru á sama máli og skólastjórinn og faðir Páls um það, að hann væri erfiður viðureignar. Austurlestin mjakaðist gegn- um janúarbylinn. Kuldalegur dagur var að renna, þegar eim- lestin blístraði skammt frá New- ark. Páll rauk upp af bekknum þar sem hann hafði legið i hnipri og sofið óvært. Hann nuddaði móðuna af rúðunni og gægðist út. Snjórinn þyrlaðist yfir land- ið og það voru komnir stórir skaflar á akrana og meðfram girðingunum. Hér og þar stóðu þó feyskin strá og illgresis- brúskar upp úr hjarnbreiðunni. Það var ljós í gluggum hinna dreifðu húsa, og nokkrir verka- menn stóðu í hóp við járnbraut- arteinana og veifuðu ljóskerum. Páll hafði ekki sofið mikið og honum fannst hann vera óhreinn og illa til reika. Hann hafði ekki ferðazt í svefnvagni um nótt- ina, af því að hann óttaðist að einhver kaupsýslumaður frá Pittsburg, sem hefði séð hann í skrifstofu Denny & Carson, kynni að veita honum eftirtekt. Þegar hann vaknaði við blístrið í eimreiðinni, þreif hann í skynd- ingu í brjóstvasann og leit í kringum sig. En litlu, sóðalegu Italirnir sváfu áfram; subbu- legu konurnar hinum megin við ganginn hrutu með opinn munn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.