Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 61
AUlarafmæli Freuds var á þessu ári;
i tilefni þess birtist hér grein
eftir brezkan rithöfund —
Um Sigmund Freud og kenningar hans.
Grein úr „The Listener",
eftir Ernest Jones.
Aldarafmælis freuds
hefur verið minnzt í flest-
um löndum heims, frá Indlandi
og Japan til Kanada og Argen-
tínu. Þetta er órækur vottur
þess hve áhrifa Freuds hefur
gætt víða. Ég mun reyna í fá-
um orðum að gera grein fyrir
því í hverju þessi áhrif eru
fólgin og jafnframt lýsa mann-
inum sjálfum.
Hvað var það sem Freud
gerði? Því verður í stytztu mál
svarað með því að segja, að
hann hafi fundið aðferð til að
kanna áður ókönnuð svið hug-
ans, þau sem nú eru kölluð dul-
vitund; þessa aðferð, sem köll-
uð er sálkönnun, notaði hann
til mjög nákvæmrar rannsókn-
ar á því, sem dulvitundin geymir
og því, sem þar gerist. Hann leit
á dulvitundina sem uppsprettu
hinna meðvituðu hugsana vorra
og áhugamála, eins og mörg
skáld og heimspekingar hafa
áður gert. Dulvitundin geymir
frjókorn bæði þess æðsta og
lægsta í mannlegu eðli, hið
strangasta siðgæði og hið sjálfs-
elskufyllsta hófleysi.
Uppgötvanir sínar gerði Freud
að nokkru leyti við rannsóknir
á sérstökum geðveilum og að
nokkru leyti við gagngera at-
hugun á draumlífi manna. Að-
ferð hans er nú mikið notuð við
lækningu á ýmiskonar geðveil-
um, en framlag hans á því sviði
er ekki nærri eins mikilvægt og
framlag hans til aukins skiln-
ings á mannlegu eðli. Af verk-
um hans höfum vér lært, að
mannshugurinn er ekki ein
heild, eins og menn höfðu áður
haldið, heldur eru að verki í
honum margvísleg og oft and-
stæð öfl. Þessi nýi skilningur á
huganum og rannsóknir á hinu
dulvitaða sviði hans urðu grund-
völlur að nýrri vísindagrein, sem
enn er í bernsku. Starf Freuds
var einkum fólgið í því að rekja
þróun hugans allt aftur úr frum-
bernsku. Með þeim rannsókn-
um varpaði hann nýju Ijósi á
eðli barnshugans, einkum ung-
barnsins. Lýsing hans á þeim
fjandsamlegu óskum sem þar
leynast, og þó einkum á hinni
vaknandi kynhvöt, vöktu áköf
andmæli gegn því sem mönnum