Úrval - 01.08.1956, Side 61

Úrval - 01.08.1956, Side 61
AUlarafmæli Freuds var á þessu ári; i tilefni þess birtist hér grein eftir brezkan rithöfund — Um Sigmund Freud og kenningar hans. Grein úr „The Listener", eftir Ernest Jones. Aldarafmælis freuds hefur verið minnzt í flest- um löndum heims, frá Indlandi og Japan til Kanada og Argen- tínu. Þetta er órækur vottur þess hve áhrifa Freuds hefur gætt víða. Ég mun reyna í fá- um orðum að gera grein fyrir því í hverju þessi áhrif eru fólgin og jafnframt lýsa mann- inum sjálfum. Hvað var það sem Freud gerði? Því verður í stytztu mál svarað með því að segja, að hann hafi fundið aðferð til að kanna áður ókönnuð svið hug- ans, þau sem nú eru kölluð dul- vitund; þessa aðferð, sem köll- uð er sálkönnun, notaði hann til mjög nákvæmrar rannsókn- ar á því, sem dulvitundin geymir og því, sem þar gerist. Hann leit á dulvitundina sem uppsprettu hinna meðvituðu hugsana vorra og áhugamála, eins og mörg skáld og heimspekingar hafa áður gert. Dulvitundin geymir frjókorn bæði þess æðsta og lægsta í mannlegu eðli, hið strangasta siðgæði og hið sjálfs- elskufyllsta hófleysi. Uppgötvanir sínar gerði Freud að nokkru leyti við rannsóknir á sérstökum geðveilum og að nokkru leyti við gagngera at- hugun á draumlífi manna. Að- ferð hans er nú mikið notuð við lækningu á ýmiskonar geðveil- um, en framlag hans á því sviði er ekki nærri eins mikilvægt og framlag hans til aukins skiln- ings á mannlegu eðli. Af verk- um hans höfum vér lært, að mannshugurinn er ekki ein heild, eins og menn höfðu áður haldið, heldur eru að verki í honum margvísleg og oft and- stæð öfl. Þessi nýi skilningur á huganum og rannsóknir á hinu dulvitaða sviði hans urðu grund- völlur að nýrri vísindagrein, sem enn er í bernsku. Starf Freuds var einkum fólgið í því að rekja þróun hugans allt aftur úr frum- bernsku. Með þeim rannsókn- um varpaði hann nýju Ijósi á eðli barnshugans, einkum ung- barnsins. Lýsing hans á þeim fjandsamlegu óskum sem þar leynast, og þó einkum á hinni vaknandi kynhvöt, vöktu áköf andmæli gegn því sem mönnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.