Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 8

Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 8
6 Ú R V A L lékum fyrst jólatrésleikinn okk- ar. Það er mikið af ungum grenihríslum í skóginum og má finna þær af öllum stærðum, allt niður í fingurstærð Rogers. Ég benti honum á þessar smá- hríslur. „Þetta hlýtur að vera jólatré fyrir ikornana,'1 sagði ég. „Það er mátulega hátt. Á aðfangadagskvöld koma íkorn- arnir og hengja litlar skeljar og kórala og silfurþræði úr skófum á það, og svo fellur snjór á það og þekur það skín- andi stjörnum og um morgun- inn er komið undurfallegt jóla- tré . . . Og þetta er enn minna — það hlýtur að vera fyrir litlar bjöllur — og kannski er þetta stóra þarna fyrir kanínur eða múrmeldýr.“ Eftir að við vorum byrjuð á þessum leik urð- um við að endurtaka hann í öllum gönguferðum okkar um skóginn, og hjá Roger var sí- endurtekið viðkvæði: „Stígðu ekki ofan á jólatréð!" Heimur barnsins er ferskur, nýr og fagur, furðuheimur full- ur eftirvæntingar, Það er ógæfa okkar flestra, að skýr sjón, eðlisskyn okkar á það sem er fagurt og stórfenglegt, dofnar og glatast jafnvel áður en við náum fullorðinsaldri. Ef ég mætti mín einhvers hjá hinni góðu álfkonu, sem sagt er að standi við vöggu hvers barns, mundi ég biðja hana þess að hún gæfi hverju barni svo hald- gott furðuskyn að það entist því alla ævi, sem mótvægi gegn leiðindum og vonbrigðum full- orðinsáranna, gegn því gervilífi sem við lifum og fjarlægir okk- ur frá þeirri lind sem við sækj- um í lífsþrótt okkar. Ef barnið á að varðveita eðl- isskyn sitt á undur lífsins og náttúrunnar án slíkrar náðar- gjafar frá álfkonum, þarfnast það samfélags við einhvern fullorðinn, sem getur aftur fundið með því þann fögnuð og eftirvæntingu yfir undrun heimsins, sem hann skynjaði í bernsku. Foreldrar finna oft til vanmáttar síns, annarsvegar andspænis næmum og fróðleiks- þyrstum huga barnsins og hins- vegar gagnvart fjölbreytileik náttúrunnar, þar sem lífið birt- ist í svo margvíslegum og tor- kennilegum myndum, að ógern- ingur virðist að flokka það og öðlast á því þekkingu. Og í sjálfsuppgjöf hrópa þeir: „Hvernig get ég kennt barninu mínu um náttúruna — ég sem þekki varla nokkurn fugl!“ Ég trúi því statt og stöðugt, að fyrir barnið og fyrir foreldr- ið sem reynir að leiðbeina því sé ekki nærri eins mikilvægt að vita eins og að skynja. Ef stað- reyndirnar eru þau frækorn, sem þekking og vizka vaxa síð- ar upp af, þá eru tilfinningar og skynjanir sá jarðvegur sem frækornin þurfa til að vaxa í. Pyrstu bernskuárin eru hinn rétti tími til að plægja jarðveg- inn. Þegar tilfinningarnar hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.