Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
Hann varð himinlifandi þegar
hann sá að engin manneskja var
í salnum nema gamli vörðurinn,
sem sat á stól úti í einu horn-
inu með dagblað í kjöltunni,
svarta bót fyrir öðru auganu
og með hitt augað lokað. Páll
lagði salinn undir sig, gekk frarn
og aftur og blístraði Iágt. Eftir
stundarkorn settist hann fyrir
framan bláa Ricomynd og féll
í leiðslu. Þegar honum datt í
hug að líta á klukkuna, var hún
farin að ganga átta. Hann stökk
upp og þaut í hendingskasti nið-
ur stigann. Á leiðinni gretti
hann sig framan í Ágústus keis-
ara, sem gægðist út úr högg-
myndasalnum og sýndi Venus
frá Mho dónaskap, þegar hann
fór framhjá henni á stigapail-
inum.
Þegar Páll kom inn í búnings-
herbergið, voru þar fyrir fimm
eða sex piltar, og hann flýtti
sér að fara í einkennisbúning-
inn. Það var einn af þeim fáu,
sem voru mátulegir á hann, og
honum fannst búningurinn fara
sér vel — enda þótt hann vissi,
að það bæri meira á því hve
þunnbrjósta hann var í þrönga
jakkanum, en það var honum
alltaf viðkvæmt mál. Hann var
ávallt í æstu skapi, meðan hann
var að skipta um föt, fiðlutón-
arnir og lúðrablásturinn úr
hljómleikasalnum, þar sem
hljóðfæraleikararnir voru að
stilía hljóðfæri sín, vöktu
enduróm í huga hans. En þetta
kvöld var hann í slíku uppnámi,
að hann reitti hina piltana til
reiði. Þeir réðust á hann, felldu
hann í gólfið, settust á hann
og sögðu honum að hann væri
vitlaus.
Þegar þeir höfðu þjarmað
þannig að Páli, sljákkaði í hon-
um, og hann flýtti sér fram í
fordyrið til þess að vísa fyrstu
gestunum til sætis. Hann var
sannarlega í essinu sínu við
þetta starf. Hann þaut fram
og aftur eftir göngunum, stima-
mjúkur og brosandi. Honurn
veittist ekkert erfitt; hann flutti
skilaboð og sótti söngskrár, eins
og slíkt væri honum hin mesta
skemmtun, og gestunum á svæði
hans í salnum fannst hann vera
dásamlegur piltur, sem kannað-
ist við þá og dáðist að þeim.
Eftir því sem fólkinu fjölgaði
í salnum, varð hann fjörugri og
æstari og það kom roði í vanga
hans og varir. Það var líkast
því sem þetta væri stórkostlegt
samkvæmi, þar sem Páll væri
gestgjafinn. I þann mund sem
hljóðfæraleikararnir voru að
ganga til sæta sinna, kom ensku.
kennslukonan inn í salinn með
aðgöngumiða að sæti, sem kunn-
ur iðjuhöldur hafði til umráða
allan veturinn. Hún var dálítið
vandræðaleg þegar hún rétti
Páli miðann, og síðan setti hún
upp þóttasvip, sem henni fannst
eftir á að hefði verið bjánaleg-
ur. Páil varð vandræðalegur rétt
sem snöggvast, og það greip
hann löngun til að vísa henni
á dyr; hvaða erindi átti hún