Úrval - 01.08.1956, Síða 96

Úrval - 01.08.1956, Síða 96
94 ÚRVAL Hann varð himinlifandi þegar hann sá að engin manneskja var í salnum nema gamli vörðurinn, sem sat á stól úti í einu horn- inu með dagblað í kjöltunni, svarta bót fyrir öðru auganu og með hitt augað lokað. Páll lagði salinn undir sig, gekk frarn og aftur og blístraði Iágt. Eftir stundarkorn settist hann fyrir framan bláa Ricomynd og féll í leiðslu. Þegar honum datt í hug að líta á klukkuna, var hún farin að ganga átta. Hann stökk upp og þaut í hendingskasti nið- ur stigann. Á leiðinni gretti hann sig framan í Ágústus keis- ara, sem gægðist út úr högg- myndasalnum og sýndi Venus frá Mho dónaskap, þegar hann fór framhjá henni á stigapail- inum. Þegar Páll kom inn í búnings- herbergið, voru þar fyrir fimm eða sex piltar, og hann flýtti sér að fara í einkennisbúning- inn. Það var einn af þeim fáu, sem voru mátulegir á hann, og honum fannst búningurinn fara sér vel — enda þótt hann vissi, að það bæri meira á því hve þunnbrjósta hann var í þrönga jakkanum, en það var honum alltaf viðkvæmt mál. Hann var ávallt í æstu skapi, meðan hann var að skipta um föt, fiðlutón- arnir og lúðrablásturinn úr hljómleikasalnum, þar sem hljóðfæraleikararnir voru að stilía hljóðfæri sín, vöktu enduróm í huga hans. En þetta kvöld var hann í slíku uppnámi, að hann reitti hina piltana til reiði. Þeir réðust á hann, felldu hann í gólfið, settust á hann og sögðu honum að hann væri vitlaus. Þegar þeir höfðu þjarmað þannig að Páli, sljákkaði í hon- um, og hann flýtti sér fram í fordyrið til þess að vísa fyrstu gestunum til sætis. Hann var sannarlega í essinu sínu við þetta starf. Hann þaut fram og aftur eftir göngunum, stima- mjúkur og brosandi. Honurn veittist ekkert erfitt; hann flutti skilaboð og sótti söngskrár, eins og slíkt væri honum hin mesta skemmtun, og gestunum á svæði hans í salnum fannst hann vera dásamlegur piltur, sem kannað- ist við þá og dáðist að þeim. Eftir því sem fólkinu fjölgaði í salnum, varð hann fjörugri og æstari og það kom roði í vanga hans og varir. Það var líkast því sem þetta væri stórkostlegt samkvæmi, þar sem Páll væri gestgjafinn. I þann mund sem hljóðfæraleikararnir voru að ganga til sæta sinna, kom ensku. kennslukonan inn í salinn með aðgöngumiða að sæti, sem kunn- ur iðjuhöldur hafði til umráða allan veturinn. Hún var dálítið vandræðaleg þegar hún rétti Páli miðann, og síðan setti hún upp þóttasvip, sem henni fannst eftir á að hefði verið bjánaleg- ur. Páil varð vandræðalegur rétt sem snöggvast, og það greip hann löngun til að vísa henni á dyr; hvaða erindi átti hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.