Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 97

Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 97
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR 95 hingað innan um allt þetta fína fólk og skæru liti? Hann virti hana fyrir sér og sagði við sjálf- an sig, að hún væri alls ekki sómasamlega klædd og hún hlyti að vera meira en lítill bjálfi, að koma í þessum lörfum á þennan stað. Einhver hafði sjálfsagt sent henni aðgöngumiðann af góðsemi, hugsaði hann með sér um leið og hann felldi niður stólsetuna, og hún hafði ekki meiri rétt til að sitja þarna en hann sjálfur. Þegar sinfónían hófst, settist Páll á einn aftasta bekkinn og féll í svipaða leiðslu og hafði gagntekið hann fyrir framan Ricomyndina. Ekki svo að skilja, að Páll hefði neinar sérstakar mætur á sinfóníum, en það var eins og fyrstu tónar hljóðfær- anna leystu einhvern fögnuð úr læðingi í brjósti hans; eitthvað sem brauzt um í sál hans, líkt og andinn í flöskunni, sem arab- iski fiskimaðurinn fann. Það var eins og hann öðlaðist skyndilega nýja lífsþrá; ljósin dönsuðu fyr. ir augum hans og hljómleikasal- urinn ljómaði af ólýsanlegri dýrð. Þegar söngkonan hóf ein- sönginn, gleymdi Páll meira að segja hve andstyggilegt það var að kennslukonan skyldi vera meðal áheyrendanna, og hann gaf sig á vald þeirrar sérstöku hrifningar, sem slíkar persónur vöktu ávallt hjá honum. Söng- konan var þýzk og tekin að reskjast, enda margra barna móðir; en hún var klædd silki- kjól og með ennisdjásn, og framkoma hennar einkenndist af þeim glæsileik, sem jafnan sló Pál blindu gagnvart öðrum ágöllum. Páll var oft eirðarlítill og skapstyggur eftir hljómleika, og þetta kvöld var hann eirðarlaus- ari en venjulega. Hann gat ekki fengið sig til að fara heim að sofa; það var eins og hann gæti ekki slitið sig frá þessum un- aðslega æsingi, sem var honum hið eina og sanna líf. Meðan verið var að leika síðasta lag- ið, gekk hann út úr salnum, skipti um föt í búningsherberg- inu og læddist síðan að bakdyr- um byggingarinnar, þar sem vagn söngkonunnar stóð. Hann gekk hratt fram og aftur um gangstéttina og beið eftir söng- konunni. Skammt frá gnæfði Schenley- hótelið við himin í suddanum; gluggarnir á öllum tólf hæðun- um voru uppljómaðir, eins og á pappahúsi hjá jólatré. Allir meiriháttar leikarar og söngv- arar dvöldu þar, þegar þeir komu til borgarinnar, og ýmsir auðugir kauppsýslumenn borg- arinnar bjuggu þar líka á vet- urna. Páll hafði oft verið á rangli hjá hótelinu, — hann hafði horft á fólkið, sem gekk þar út og inn, og hann hafði þráð ákaflega að mega fara þar inn og kveðja kennarana og öll leiðindastörfin fyrir fullt og allt. Loks kom söngkonan út í fylgd með söngstjóranum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.