Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
landshluta. Árangurinn lét ekki
á sér standa. Ýmsar nytjajurtir,
svo sem tóbak, bómull, kartöfl-
ur og sojabaunir, gáfu allt að
30% meiri uppskeru en sarns-
konar jurtir, sem ekki fengu
koparblandaðan áburð. Ekki
ráðleggur þessi vísindamaður þó
neinum að nota koparblandaðan
áburð að órannsökuðu máli, en
þar sem koparskortur er í jarð-
veginum, getur hann stórlega
aukið uppskeruna. Ögn af kop-
ar í fóðri dýra er einnig nauð-
synlegt, því að hann aðstoðar
járnið við myndun rauðra blóð-
korna í líkamanum.
Fyrir nokkrum árum upp-
götvuðu vísindamenn, að skort-
ur á bóri í jarðveginum gat vald-
ið skemmdum í eplum og rófum.
Ef plönturnar voru úðaðar með
venjulegu bórvatni, bar ekki á
þessum skemmdum. Frekari
rannsóknir á afleiðingum bór-
skorts hafa leitt í ljós, að sjúk-
dómar í tóbaksjurtum, næpum,
rófum, blómkáli og ýmsum öðr-
um nytjajurtum geta stafað af
bórskorti í jarðveginum. Notk-
un bórs við ræktun er nú orðin
algeng, en ekki má skammtur-
inn vera stór; ef meira er af
bóri í jarðveginum en 1:1.000.-
000, getur það verkað sem eitur
á jurtirnar.
Ekki er vitað, að bór sé nauð-
synlegt arald mönnum og dýr-
um, en bæði jurtir og dýr geta
orðið sjúk af manganskorti. Dr.
E. V. McCollum, sá sem frægur
varð af því að uppgötva A-, B-
og Ð-vitamínin, gaf rottum
manganlausa fæðu og komst að
raun um, að manganskorturinn
hafði mikil áhrif á heilbrigði
þeirra. Karlrotturnar urðu óf r jó-
ar. Kvenrotturnar ólu unga, en
gerðu sér ekkert hreiðurbæli og
sinntu ungunum ekkert svo að
þeir drápust allir. Sjálfar urðu
rotturnar styggar og viðbrigðn-
ar. Snöggur hávaði nálægt búr-
unum hafði þau áhrif, að þær
fengu krampa og dóu.
Magn aralda í jarðveginum
er mjög breytilegt. I dölum og
við fljót er jafnan mikið af
þeim, en þangað hafa þau skol-
azt með vatni. Þessvegna er
frjósemi jafnan mikil í dölum
og við stórfljót, og má í því
sambandi nefna héruðin kring-
um Níl, Efrat og Tígris. En þar
sem hálent er og sendið, er mikil
hætta á skorti á aröldum.
Það lætur að líkum, að þar
sem flestar ár falla til sjávar,
eru í heimshöfunum að heita
má öll þau efni, sem finnast í
jarðskorpunni. Þar er því eng-
inn skortur á aröldum, og þess
vegna er fiskneyzla ein bezta
tryggingin gegn skorti á aröld-
um í líkamanum.
Margt er enn á huldu um hlut-
verk araldanna í líkamanum.
Þau virðast vera mikilvægur
þáttur í gerhvötunum (enzy-
mes), sem ráða miklu um efna-
skipti líkamans. Járn er t. d.
nauðsynlegt til viðhalds blóðinu,
joð er líkamanum nauðsyn til