Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 38
ÚRVAL
36
terramycin og chloromycetin
væru beztu fúkalyfin til að
drepa þessar bakteríur, en vand-
inn var að koma þeim djúpt inn
í holdið þar sem skemmdirnar
byrja.
Einhver stakk upp á því að
reynt væri að dæla fúkalyfs-
upplausninni inn í æðakerfi
dýrsins strax eftir slátrunina.
í sláturhúsi háskólans var aure-
omycin-upplausn dælt fyrst í
litla kjötbita og síðan inn í
heila, nýslátraða skrokka. Á-
rangurinn var mjög athyglis-
verður. Við venjulega meðferð
barf að kæla kjötið strax á eftir
slátrun til þess að koma í veg
fyrir skemmdir. Kjöt með aure-
omycini í var kvað eftir annað
geymt við háan sumarhita,
25—30°, í tvo, þrjá og jafnvel
f jóra daga án þess að vart yrði
nokkurra skemmda á því. Og
meira en það: kjöt sem geymt
hafði verið í hita í tvo sólar-
hringa og síðan kælt, hafði
mevrnað og „elzt“ eins og
venjulegt kjöt, sem hangið hef-
ur í kæli í tvær eða þrjár vikur.
Bragðpróf var haft í New
York þegar vísindarnennirnir
frá Ohio-háskóla og starfsmenn
American Cyanamid Co., verk-
smiðjunnar sem framleiðir aure-
omycin, settust að matborði.
Hverjum manni voru bornir
tveir bitar af kjöti, merktir
hvor með sínu merki, og svo
áttu menn að dæma um hvor
bitinn væri betri. Allir voru
sammála um, að önnur tegundin
væri meyr og bragðgóð, en hin
ólseig.
Að loknum snæðingi var upp-
lýst, að báðir bitarnir væru af
sömu skepnunni ■— gamalli kú.
Hafði annar helmingur skrokks.
ins hlotið venjulega meðferð,
verið kældur strax eftir slátrun,
en í hinn helminginn hafði verið
dælt aui’eomycini og hann síð-
an geymdur í stofuhita í tvo
daga áður en hann var kældur.
American Cyanamid Co. vildi
reyna hvernig þessi verkun
kjötsins gæfist í höndum venju-
legra kjötverkunarmanna. Val-
inn var nautabúgarðurinn á
Kúbu, sem minnzt er á í upp-
hafi greinarinnar. Eftir margar
tilraunir — þeirra á meðal þá,
sem um getur hér á undan —
var ljóst, að venjulegir kjöt-
verkunarmenn myndu geta not-
fært sér þessa aðferð. Aðferðin
hefur verið reynd með jafngóð-
um árangri í sláturhúsum í
Púertó Rícó og Columbia. I
Columbia hefur stjórnin heimil-
að notkun aureomycins við
verkun kjöts. 1 Púertó Rícó og á
Kúbu vænta menn þess að
stjórnarvöldin gefi samskonar
ieyfi.
Vísindamenn við háskólana í
Miami og Louisiana-ríki hafa
skýrt frá góðum árangri af til-
raunum til að hefta bakteríu-
gróður í rækjum með fúkalyfj-
um. Talraunir til að verja græn-
meti skemmdum með strept-
omycini hafa einnig borið góðan
árangur.