Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
I svipuðum dúr eru fleiri á-
vörp, sem sýna, að stjórnmála-
áhugi og metnaður Asillinu var
að minnsta kosti eins mikill og
ást hennar. Annars hafa ávörp
hennar sérstöðu að því leyti,
að þau eru sérlega snyrtileg,
sum jafnvel hrein listaverk:
fagrar freskómyndir, sem hafa
að mestu haldið litum sínum
fram á þennan dag. Ekki var
hún þó sjálf listamaður: hún
lét ,,auglýsingateiknara“ mála
fyrir sig, og augijóst er, að hún
hefur borgað honum vel, því
að undir einu ávarpinu stendur
þessi athugasemd með smáu
letri: „Þökk sé þér, Asillina, þú
hefur goldið listamanninum
ríkulega, hann mun einnig kjósa
frambjóðanda þinn.“
Af eftirfarandi ávarpi má sjá,
að móðurástin hefur einnig látið
sín getið i kosningum Róm-
verja: „Lucius Tyrrhenus var
mér alltaf góður sonur. Ég bið
kjósendur að kjósa hann.“
Önnur móðir mælir með syni
sínum sem hæfustum frambjóð-
anda, af því að „enginn annar
ungur maður frá Pompeji hefur
sýnt jafnmikið hugrekki í orust-
um og hann.“
Kosningaloforð þekktust í
Pompeji ekki síður en nú, um
það ber eftirfarandi ávarp vitni:
„Hver sem kýs eiginmann minn
mun lifa ódýrar í framtíðinni
og fá ókeypis aðgang að hring-
leikahúsinu."
Þetta var girnilegt fyrirheit
fyrir Pompejibúa, sem voru
sólgnir í skemmtanir; leikhús
þeirra, sem grafið hefur verið
upp, rúmaði 20.000 áheyrend-
ur, eða tvo af hverjum þrem
borgarbúum.
Hatur, engu síður en konuást,
hefur látið sín getið í kosninga-
baráttunni, eins og þetta ávarp
gefur til kynna: „Það kýs eng-
inn Petronius, því að hann er
ljótur og gamall. Kjósið heldur
Titus Quiritus."
Þetta hljómar hálfbarnalega
í eyrum okkar, en hjá Rómverj-
um var líkarnlegt atgervi manna
og útlit þungt á metaskálunum
þegar velja skyldi í virðingar-
stöður.
Það virðist augljóst af þeim
fáu dæmum, sem hér hafa ver-
ið tilfærð, að ekki ha.fi skort á
persónulegar skírskotanir í
kosningabaráttu hinna fornu
Rómverja og að áróðurinn liafi
ekki alltaf verið málefnalegur.
Þetta var þó engan veginn al-
gild regla. Það má jafnvel telja
nokkurn veginn víst, að stjórn-
málasiðgæðið hafi þá verið
meira en í mörgum nútímalýð-
ræðisríkjum.