Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
óvirku efni hafi einungis þannig
áhrif, að sjúklingurinn ímyndi
sér að honum líði betur. Við
rannsókn á 1082 sjúklingum,
sem ýmist fengu virk eða óvirk
lyf, kom í ljós að greina mátti
sömu lífeðlisfræðilegu áhrif ó-
virkra lyf ja og hinna virku. Til
dæmis voru athuguð áhrif ó-
virkra lyfja á magasýrumynd-
ina og kom í ljós, að þau gátu
bæði örvað og dregið úr henni.
Einnig mátti greina fyrir áhrif
óvirkra lyfja, þær breytingar á
ljósopi augans, sem deyfilyf
valda.
Þess var gætt við tilraunirn-
ar, að læknarnir gætu ekki fyr-
irfram vænzt ákveðinnar niður-
stöðu á þann hátt, að þeir voru
ekki látnir vita hverjir fengu
virk og hverjir óvirk lyf fyrr
en tilraununum var lokið.
Óvirk lyf hafa reynzt árang-
ursrík ekki einungis gegn verkj-
um í örum eftir uppskurði. Gegn
hósta höfðu þau áhrif á helm-
ing sjúklinganna, gegn æða-
verkjum í hjarta (angina pec-
toris) á 38%, gegn höfuðverk
52%, gegn sjóveiki 58% og
gegn kvefi 35%. Þeir sjúkling-
ar, sem hér um ræðir, voru und-
ir nákvæmu eftirliti, svo að ekki
leikur neinn vafi á um niður-
stöðurnar. Hin óvirku lyf lækn-
uðu t. d. sjóveiki á hálftíma.
Öþægilegra aukaverkana verð-
ur einnig vart af óvirkum lyfj-
um. Sumir sjúklinganna tóku að
skjálfa, aðrir fengu útbrot, nið-
urgang eða ofsakláða. Enn aðr-
ir kvörtuðu undan þurrki í háls-
inum, ógleði, höfuðverk, al-
mennri vanlíðan, magnleysi,
þreytu eða syfju. Skömmu eftir
að einn sjúklingur hafði fengið
lyf, sem við athugun eftir á
reyndist hafa verið óvirkt, fékk
hann kláða og óþægileg útbrot.
En strax og hætt var að gefa
lyfið, hurfu kláðinn og útbrot-
in. Kona fékk óvirkt lyf; tíu
mínútum síðar fékk hún maga-
verki, niðurgang og bólgnar var-
ir. Þessi einkenni komu alltaf,
hvaða óvirkt lyf sem henni var
gefið, og þau urðu hvorki verri
né betri þótt hún fengi virkt:
iyf-
Þess hefði mátt vænta, að
óvirk lyf hefðu helzt áhrif þeg-
ar um minniháttar sjúkdóms-
einkenni er að ræða, en tilraun-
irnar leiddu í ljós, að áhrif
þeirra eru því meiri sem sjúk-
lingurinn er veikari, og verður
það engan veginn skýrt sem sál-
rænt fyrirbrigði eingöngu. Að
minnsta kosti eru áhrifin á lík-
amann jafngagnger og áhrif
lyfja, sem í krafti kemískra
eiginleika sinna grípa inn í hin
margbrotnu efnaferli líkamans.
Vafasamt er, að menn hafi
áður gert sér ljóst, að læknis-
dómur geti veriðfólginn í óvirk-
um lyfjum. Læknum er að vísu
ljóst, að auðvelt er að láta
blekkjast af nýjum lyfjum. Æ
ofan í æ hefur reynslan orðið
sú, að lyf sem í upphafi vakti
hrifningu lækna, verður smám
saman gagnslítið eða gagns-