Úrval - 01.08.1956, Síða 36

Úrval - 01.08.1956, Síða 36
Jvýjimg' i geimslu matvæla: ISotkun fúkalyfja við geymslu matvœla. Grein úr „The Saturday Evening Post“, eftir iMilton Silverman. TILRAUNIN hófst á mollu- heitum morgni fyrir einu ári á nautabúgarði í Camagiiey á Kúba. í viðurvist margra amerískra vísindamanna var 30 nýslátruðum nautsskrokkum kornið fyrir í kælihólfi á stór- um vörubíl. Því næst ók bíl- stjórinn af stað til Havana, sem var nærri 500 km í burtu. En bíllinn og kælikerfið í hon- um bilaði á leiðinni, og í tvo daga stóð hann á veginum í steikjandi sólarhita meðan bíl- stjórinn var að ná sér í vara- hluti til að gera við hann. Þegar bíllinn kom loks til Havana, tóku rísindamennirnir á móti honum. Þegar þeir opnuðu hurð- ina á kæliklefanum barst ó- daunn að viturn þeirra. Fimm- tán skrokkar voru slepjaðir og mikið skemmdir, en hinir 15 höfðu látið furðanlega lítið á sjá. Ný aðferð við geymslu á mat- vælum hafði hér staðizt próf reynslunnar á sannfæra.ndi hátt, aðferð sem án efa er mesta framför í matvæla- geymslu er orðið hefur síðan frysting matvæla var almennt upp tekin fyrir aldarfjórðungi. Þessi nýjung er fólgin í notkun fúkalyfja (antibiotica) — efna eins og t. d. aureomycin, terra- mycin og streptomycin. Nauts- skrokkarnir 15, sem að framan getur, höfðu verið mengaðir fúkalyfjum á þann hátt, að fúkalyfjaupplausn hafði verið dælt inn í æðakerfi dýranna strax eftir að þeim hafði verið slátrað. Að baki þessarar nýjungar liggur rannsóknarstarf margra manna, m. a. lífefnafræðings- ins dr. Hugh L. A. Tarr, for- stöðumanns fiskrannsóknar- stöðvar Kanadastjórnar í Van- cover. Árið 1938 hófu Tarr og nokkrir aðstoðarmenn hans leit að efnum, er hægt væri að nota til að verja fisk rotnun. Til var fjöldi efna, sem gátu drepið þær bakteríur, er valda skemmd á fiski, en gallinn á þeim öllum var sá, að þau voru líka ban- væn mönnum. En sumarið 1950 gerðu þeir tilraunir með nokkur fúkalyf, og sannfærðust þá um, að þrjú þeirra — terra- mycin, chloromycetin, og þó einkum aureomycin, myndu reynast ágætlega sem rotvarn- arefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.