Úrval - 01.08.1956, Síða 29
Brezkur bókaútgefandi af rússneskum ættum fór
nýlega til Bússlands í viðskiptaerindum.
Heimkominn flutti hann eftirfarandi
erindi í Brezka útvarpið —
Um nýja strauma í Sovétbókmenntum.
TJr „The Listener“,
eftir iManya Harari.
AÐ er fjörutíu og eitt ár
síðan ég sem drengur kvaddi
Rússland, þá þegar hneigður
fyrir bækur. Að fá að koma
þangað aftur í verzlunarerind-
um sem útgefandi var jafnfá-
gætt atvik í lífi útgefanda og
í lífi flóttamanns. Tilgangur
ferðar minnar var að leita uppi
rússneskar bækur til útgáfu í
Englandi og jafnframt að kanna
áhuga Rússa á enskum rithöf-
undum. Þó að dvöl mín væri
stutt, gafst mér nokkurt tæki-
færi til að kynnast bókmennta-
smekk í Sovétríkjunum.
Gagnstætt því sem var í
Rússlandi þegar ég var þar
drengur er nú öllum kennt að
lesa. Mér virtust menntamenn
lesa næstum allt sem út er gef-
ið. En ég kom líka í bjálka-
hús úti í sveit þar sem ekki var
til annað lesefni en tvær tækni-
handbækur: hinn ungi heimil-
isfaðir var að „mennta sig í
faginu", en hvorki hann né kon-
an hans lásu sér til skemmtun-
ar. Meðal menntamanna virt-
ust mér Tolstoj og Tjekov skipa
sama virðingarsess og í bernsku
minni. Ilya Ehrenburg sagði
mér, að ungt fólk læsi mikið
fyrstu bækur Dostojevskis, en
hlypi yfir kafla í Fábjánanum
og Brœðrunum Karamazov.
Hann taldi, að þjáningarheim-
speki Dostojevskis væri ekki að
skapi unga fólksins, því fynd-
ist hún tilgerðarleg.
Ég þáði heimboð af Ehren-
burg. íbúð hans er skreytt
myndum eftir Picasso, fögrum,
gamaldags leirmunum og tré-
skurðarmyndum og bókum á
næstum öllum tungumálum
heims —- þeirra á meðal bækur
hans sjálfs. Við töluðum um
strauma í Sovétbókmenntum.
Ég sagði, að mér fyndust sum-
ar þær skáldsögur, sem ég
hefði lesið, ofhlaðnar siðaboð-
skap; hann sagði að slíkt væri
merki þess að þær væru illa
skrifaðar: listin gæti ekki verið
siðblind, en í góðri skáldsögu
væri boðskapurinn samtvinnað-
ur efninu.
I samtölum mínum um ensk-
ar bókmenntir við útgefendur