Úrval - 01.08.1956, Page 76
-Miimisverður atburður úr annálum
Iæknavísindanna:
SÖGIJLEG
BLÓÐGJÖF.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Frank P. Corrigan, lækni.
GEORGE Washington Crile,
hins nafntogaða skurðlækn-
is, mun verða minnzt fyrir
margt, m. a. fyrir Cleveland
sjúkrahúsið, sem er ein merk-
asta stofnun sinnar tegundar,
og fyrir hinn stóra herspítala
í Cleveland, sem ber nafn hans.
En það sem að mínu áliti mun
halda. nafni hans lengst á lofti,
er hin minnisverða læknisaðgerð
sem hann leysti af hendi eina.
molluheita ágústnótt árið 1906.
Hún boðaði nýtt tímabil í sögu
skurðlæknisfræðinnar með því
að sýna, að unnt væri að gefa
sjúklingi blóð úr öðrum manni.
Og þana bar að næstum fyrir
tilviljun.
Ég var á vakt í St. Alexis
sjúkrahúsinu í Cleveland þegar
vökukonan á neðstu hæð kallaði
mig til sjúklings, sem hún sagði
að væri langt leiddur. Þegar ég
kom að rúmi sjúklingsins, sá ég
að hjúkrunarkonan hafði ekki
farið með ýkjur. Sjúklingurinn,
Joseph Miller, sem lagður hafði
verið inn um morguninn með
siæma nýrnablæðingu, var að
dauða kominn. Ég þreifaði á
slagæðinni — sláttur hennar var
naumast merkjanlegur; andar-
drátturinn tíður og stuttur; var-
irnar bláar. Ég skipaði svo fyr-
ir, að honum skyldi strax gefið
örvandi lyf og saltupplausn dælt
í æð á honum. Svo leitaði ég
uppi yfirskurðlækni spítalans,
dr. Crile, sem brá skjótt við.
Þegar hann kom í sjúkrahús-
ið var hann í kjólfötum — hann
hafði setið veizlu. Dr. Crile var
óvenjulegur maður, skjótráður
og fjörmikill og vakti traust og
öryggi hvar sem hann kom.
Þessa nótt var hann í óvenju
góðu skapi. Hann skoðaði sjúk-
linginn og fann að hann hafði
hresstst við lyfið sem ég hafði
látið gefa honum, en það var
augljóst, að ef ekkert yrði að
gert, mundi Joseph Miller eiga
skammt eftir ólifað. Dr. Crile
sneri sér að mér og sagði: ,,Cor-
rigan, ég ætla að gega honum
blóð.“
Ég varð agndofa. Þó að ég
vissi að nafninu til hvað blóð-
gjöf var, hafði ég aðeins óljósa
hugmynd um hvernig hann ætl-
aði sér að framkvæma hana.