Úrval - 01.08.1956, Síða 45

Úrval - 01.08.1956, Síða 45
HVAÐ ER AÐ 1 FRAKKLANDI ? 43 þjóðernisvakningu á síðustu tveim áratugum aldarinnar, blómstraði hún áfram og hef- ur síðan að verulegu leyti mót- að almenningsálitið. Sérstakur talsmáti í sambandi við svokölluð frönsk þjóðarein- kenni, sem varð til einmitt á þeim árum, er enn við lýði, ekki aðeins í öllum opinberum um- ræðum heldur einnig í skólun- um, þó að sjá megi þess merki, að yngsta kynslóðin sé hætt að skilja þenna talsmáta eða taka hann alvarlega. Til hans má telja allt fimbulfambið um hinn latneska skýrleik í hugsun, og um það að Frakkinn sé gáf- aður, hófsamur, þroskaður, and- ríkur og síðast en ekki sízt ein- staklingshyggjumaður. Það má heyra gamla og mikilsmetna franska rithöfunda eins og André Siegfried fullyrða, að af því að Frakkinn sé einstaklings- hyggjumaður og hafi alla tíð verið í uppreisn gegn yfirvöld- unum, geti hann ekki beygt sig í hlýðni undir skipulagt þjóð- félagskerfi á sama hátt og Eng- lendingur, Þjóðverji eða Norð- urlandabúi. Það sé m. ö. o. ekk- ert hægt að gera: hin franska skapgerð, einstaklingshyggjan, sem stundum er lofsungin og talin þjóðardyggð, sé þannig þrándur í götu þess að unnt sé að koma á fót traustu ríkisvaldi. Hver getur tekið svona rök- semdafærslu alvarlega? Að sjálfsögðu finnast hjá öll • um þjóðum sérkenni, sem ytri aðstæður eiga sinn þátt í að móta; má þar til nefnda nátt- úru landsins og loftslag, og á síðari tímum efnahagsmál, fé- lagsmál og stjórnmál, en óhugs- andi er, að til séu varanleg og óumbreytanleg þjóðareinkenni hjá nokkurri þjóð, sem háð er lögmálum þróunarinnar. Þetta á við um Frakka jafnt og aðrar þjóðir. Þegar þessi mál ber á góma milli mín og franskra vina minna og starfsbræðra, er ég vanur að vitna í ummæli Volt- aires um Svía sem dæmi um það hvernig þjóðareinkenni breyt- ast. I sögu sinni um Karl XII segir Voltaire um Svía, að þeir séu fæddir hermenn, en menn til þess að vinna hagnýt störf muni þeir aldrei verða. Þetta var kannski réttmæli á dögum Karls XII, en hvað ætli Volt- aire segði um Svía nú? Það væri auðvitað hægt að líta eingöngu á broslegu hlið- ina á þessu hástemmda tali um þjóðareinkenni — allar þjóðir gorta af góðum eiginleikum sín- um — en ég held að hyggilegra sé að líta einnig á alvarlegu hliðina, því að einmitt þessi goð- saga hefur mótað og mótar enn á mjög afdrifaríkan hátt al- menningsálitið í Frakklandi — sem sýnir hve áhrifin frá alda- mótunum og áratugunum næst á undan þeim eru enn rík í þjóðinni. Menn hugsa og álykta næstum því eins og Frakkland árið 1956 sé hið sama og Frakk- land árið 1890 eða 1900 og að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.