Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 20
Er hér fengin skýring á því hversvegna
japanskir íþróttamenn eru svo oft
sigursælir á alþjóðamótum ?
SHQYU — japönsk kjarnafœða.
Grein úr „Vor Viden“,
effir Sigrid Mellbye.
MENN hafa verið að velta
því fyrir sér, hvernig á því
stendur, að japanskir íþrótta-
menn skuli svo oft hafa borið
sigur af hólmi í harðri keppni
við Vesturlandabúa. Þetta hef-
ur líka verið mörgum vísinda-
manninum ráðgáta. Það vekur
hina mestu furðu, hvernig litlu,
gulu mennimir, er virðast svo
veikbyggðir, geta sigrast á evr-
ópskum og amerískum keppi-
nautum sínum, sem bæði eru
hávaxnari og kraftalegri. Nær-
ingarfræðingar eru á þeirri
skoðun, að ástæðunnar til al-
mennrar heilbrigði Japana,
jafnvel meðal fátæklinganna, sé
að leita í mataræðinu. Menn
höfðu vitneskju um, að eyjar-
skeggjar lögðu sér til munns
þang og aðrar sjávarplöntur,
sem eru mjög ríkar að stein-
efnum og bætiefnum, og að
fiskur og hrísgrjón voru mjög
algengar fæðutegundir. En nú
er ljóst orðið, að þeir eiga völ
á fleiri kjamgóðum og ódýrum
efnum, sem kannski hafa ekki
hvað sízt stuðlað að hreysti
þjóðarinnar.
Nú hefur forstjóri hins mikla
japanska Shoyu-hrings, Mas-
ashi Komiya, dregið hulu frá
einum þessara leyndardóma,
kjarnafæðunni Shoyu. I ágúst
1957 átti hann tal við nokkra
bandaríska sérfræðinga, er voru
mjög áhugasamir um þessi mál,
og fer frásögn hans hér á eftir:
„Næringarefnið shoyu, sem á
sér 1200 ára gamla sögu að
baki, er orsök þess, hve Jap-
anir hafa lengi staðið framar-
lega í sojabaunavinnslu og
verzlun með þá vöru á heims-
markaðnum. Efnið er seyði —
japönsk soja —, og er framleitt
úr sérstökum tegundum soja-
bauna, sem blandað er í vissum
hveititegundum. Shoyu er á
borðum hverrar japanskrar f jöl-
skyldu, jafnt ríkra sem fá-
tækra, enda hefur það um lang-
an aldur verið notað sem krydd.
Mikið af því er notað við tilbún-
ing sojabauna-, núðlu- og græn-
metisrétta. Fyrir skömmu birti
myndablað teikningar af 7
furðuverkum heimsins, og ég
vona að ritstjórinn taki mér
það ekki illa upp, þó að ég bæti
18