Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 34

Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 34
Þýdd skdldverk ANDLIT ÓTTANS Minette Walters Þýöing: Sverrir Hólmarsson Bresk sakamálasaga af bestu gerð sem hlaut Gullrýtinginn í Bretlandi þegar hún kom þar út. Minette Walters hefur unnið til allra helstu verðlauna sem sakamála- sagnahöfundum standa til boða í Bretlandi. Þetta er fyrsta bók hennar sem út kemur á íslensku. 327 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0375-7 Leiðb.verð: 3.490 kr. ÁSTí SKUGGA HEFNDAR Bodil Forsberg Þýðing: Skúli Jensson Kona lendir í bílslysi og deyr. Eiginmaðurinn ásakar lækni um að eiga sök á dauða hennar. Dótt- ir hans er í ástarsam- bandi við lækninn og berst harðri baráttu við föður sinn sem neytir allra bragða til að koma fram hefndum á læknin- um. Þetta er hrífandi og spennandi saga um ást og heitar tilfinningar elsk- enda sem ekki fá að njót- ast vegna haturs og of- sókna. Atburðarásin er hröð með öllum þeim óvæntu atburðum sem einkenna bækur þessa vinsæla höf- undar. Ast í skugga hefndar 152 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-075-1 Leiðb.verð: 1.980 kr. BEINT AF AUGUM Raymond Carver Þýðing: Sigfús Bjartmarsson Á síðasta ári var sýnd kvikmynd Roberts Alt- mans — Short Cuts sem hann byggði á þessari bók Carvers. Hér eru sagðar sögur af almúga- fólki. Sumir eru lánlaus- ir, aðrir vinna stórsigra dagsdaglega. Carver er eitt virtasta og vinsælasta skáld Bandaríkjanna. 140 blaðsíður. Bjartur ISBN 9979-865-17-2 Leiðb.verð: 2.480 kr. BROTNIR HLEKKIR Ken Follett Þýöing: Geir Svansson Ný bók eftir konung spennusagnanna, Ken Follett. Brotnir hlekkir hefur farið sigurför um heiminn enda er hér á ferð bók sem höfðar jafnt til karla og kvenna sem kunna að meta góðar spennusögur. 378 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0330-7 Leiðb.verð: 2.480 kr. BRÚÐUHÚSIÐ Evelyn Anthony Þýðing: Þorbergur Þórsson Brúðuhúsið er önnur bók metsöluhöfundarins Ev- elyn Anthony sem út kemur á íslensku. Rósa Bennet er einn efhilegasti starfsmaður bresku leyni- þjónustunnar. Hún fær það hlutverk að fylgjast með fyrrum njósnara sem rekur hótelið Brúðuhúsið en þar reynist fara fram önnur og vafasamari starfsemi. 288 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0333-1 Leiðb.verð: 2.480 kr. DAGBÓK STEINSINS Carol Shields Þýðing: Ólöf Eldjárn Víðfræg og rómuð met- sölu- og verðlaunabók frá Kanada. Hún segir ævi- sögu konu frá fæðingu til dauða, frá lífi sem á ytra borði er ósköp venjulegt með sigrum og ósigrum í dagsins önn, en er jafn- framt einstakt, leyndar- dómsfullt og heillandi. <((//< /' j/eutjutj CAKOI. SHIKl.DS 286 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1422-2 Leiðb.verð: 3.480 kr. ENGILL DAUÐANS Jack Higgins Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson Þau eru engum tengd, drepa bandaríska dipló- mata og KGB-agenta, araba og Israela, IRA- byssubranda og breska hermenn. Þau eru svarnir ófriðarsinnar og eru að undirbúa morð sem splundra myndi ótryggu vopnahléi sem sam- 34

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.