Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 48

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 48
Ljóð VILLILAND Jónas Þorbjarnarson Þokkafull ljóðlist, íhugul og innileg í senn, borin uppi af næmri sýn á ver- öldina, undur hennar og ógnir. Ovíst er hvenær sá sem stígur á strönd í Villilandi heldur þaðan aftur. Fjórða bók höfund- ar sem hefur skipað sér í fremstu röð ungra ljóð- skálda. 60 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-298-X Leiðb.verð: 1.680 kr. VÍSUR & KVÆÐI Seinna bindi Eiríkur Einarsson frá Hæli Hjalti Gestsson valdi Ijóðin og ritar æviágrip Hér kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir safn áður óbirtra ljóða, kvæða og vísna eftir skáldið og alþingismann- inn frá Hæli. I senn sígildur og þjóð- legur kveðskapur. 245 blaðsíður. fsl. Boðfélagið ehf. ISBN 9979-9230-0-8 Leiðb.verð: 3.180 kr. VÖTN ÞÍN OG VÆNGUR Matthías Johannessen Þetta er sautjánda ljóða- bók Matthíasar. Eftir hann hefur komið út fjöldi annarra bóka: smásögur, leikrit, ritgerðir, viðtals- bækur og ævisögur. Vötn þín og vængur er meðal stærstu og veigamestu ljóðabóka skáldsins. Bók- in skiptist í átta flokka og er sú bók hans sem sýnir einna best helstu yrkis- efni hans og listræn tök. 175 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-076-X Leiðb.verð: 2.980 kr. ÞRÍTENGT Geirlaugur Magnússon Knappur, meitlaður en þó hlýlegur stíll Geir- laugs birtist glögglega í þessari nýju bók eins okkar helsta ljóðskálds og þýðanda. Ljóð hans taka mið af því helsta sem við hefur borið í evr- ópskri ljóðagerð eftir stríð, um leið og í þeim er ósvikinn íslenskur tónn. 87 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1425-7 Leiðb.verð: 1.680 kr. ÆVINLEGA HÉR Siguróur Skúlason Persónuleg reynsla höf- undar birtist hér í „myndum úr veruleikan- um litla". 41 blaðsíða. Bókaútgáfan ein ISBN 9979-60-242-2 Leiðb.verð: 1.600 kr. 48

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.