Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 72

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 72
Ævisögur og endurminingar um, austur fyrir „tjald“ og vestur um haf, á sinn persónulega og hlýlega hátt, kryddaðan gamni. Lýsing hans á ferð um Is- lendingabyggðir í Vestur- heimi er að sjálfsögðu áhugaverð. „Þar bíða vin- ir í varpa.“ Hitt kann ein- hvern að undra að frá- sögn af ferðalagi þriggja manna um „austantjalds- lönd“ geti verið svo skemmtileg sem raun ber vitni. Vilhjálmur, Þráinn Valdimarsson og Agúst á Brúnastöðum fóru á af- mælisþing Bændaflokks- ins í Austur-Þýskalandi en síðan bauð forseti Búlgarfu þeim óvænt heim. Þar dvöldust þeir í góðu yfirlæti, fóru víða og var jafnan líf og fjör. Ferðaslangur er skemmti- lestur sem Vilhjálms er von. 228 blaðsíður. Bókaútgáfa Æskunnar ISBN 9979-808-24-1 Leiðb. verð: 3.390 kr. Thor Vilhjál msson FLEY OG FAGRAR ÁRAR Thor Vilhjálmsson Auga Thors fyrir mann- lífi og náttúru á ekki sinn líka og gildir þá einu hvort hann er staddur á Snæfellsnesi, Italíu eða Grikklandi. Sagnamaður- inn og skáldið mætast í þessum smámyndum frá stundum og stöðum hér og þar á viðburðaríkri ævi. 301 blaðsíða. Mál og menning ISBN 9979-3-1448-6 Leiðb.verð: 3.680 kr. FORÐUM GENGIN SPOR Viðtöl við sex valin- kunna eldri borqara í Hafnarfirði Jón Kr. Gunnarsson Viðmælendur lýsa and- rúmslofti fyrri ára, lífs- ferli sínum og viðhorf- um. Þróun byggðar verð- ur vart rakin nema að kynnast ferli þeirra sem komnir eru á efri ár. Byggðarsaga er rakin í viðtölum við þá sem muna tímana tvenna. Fróðleg bók um þróun byggðar. Fjölmargar mynd- ir prýða bókina. Þeir sem segja frá eru Jón Magnús- son í Skuld, Jenný Guð- mundsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Gíslína Gísladóttir, Elísabet Reyk- dal og Jóhann Olafur Jónsson. 240 blaðsíður. Rauðskinna ISBN 9979-9155-3-6 Leiðb.verð: 3.420 kr. GÖTUSTRÁKUR Á SPARISKÓM Lífssaga Þorsteins Viggóssonar athafna- og ævintýramanns Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þorsteinn Viggósson í Kaupmannahöfn er mörgum Islendingum að góðu kunnur en hann átti og rak skemmtistað- ina Pussycat og Bona- parte í miðborg Kaup- mannahafnar. Þorsteinn var einnig þekktur úr skemmtanalífinu í Reykjavík sem fram- kvæmdastjóri Stork- klúbbsins og fleira. Þorsteinn rekur bernsku sína á Eskifirði, árin sem hann var í siglingum og lýsir því þegar hann var matreiðslunemi á einum fínasta veitingastað Kaupmannahafnar, Fras- cati við Ráðhústorgið. Hann rekur ævintýraleg- an feril sinn og lýsir því á áhrifamikinn hátt þeg- ar hann missti allt út úr höndunum og þurfti að vinna sig upp aftur úr engu. Þorsteinn kemur víða við í frásögninni og hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum. Þorsteinn er þrígiftur og lýsir á opin- skáan hátt hjónaböndum sínum, hann segir frá ástinni og hinu ljúfa lífi, kynnum sínum af undir- heimum Kaupmanna- hafnar og því þegar hann rak þar hóruhús fyrir Simon Spies. Um 250 blaðsíður. Skjaldborg ehf. ISBN: 9979-57-317-1 Leiðb.verð: 3.480 kr. Jón Kr. Cunnarsson HAFIÐ HUGANN DREGUR Viðtöl við fimm valin- kunna sjósóknara Jón Kr. Gunnarsson Sjómennskan hefur breyst. Skipstjórar nútímans eru hógværir tæknimenn sem hafa tileinkað sér fullkomnustu vinnubrögð við veiðar og vinnslu. Ar- angur þeirra er undir- staða nútímalífs og vel- megunar á Islandi. Harð- drægt líf og alþýðu- menntun fyrri ára hefur skapað sterka kynslóð sjósóknara á okkar dög- um. I þessari bók segja fimm valinkunnir skipstjórar sögu sína en þeir eru: Andrés Finnbogason, skipstjóri, Reykjavík, Aki Guðmundsson, skipstjóri á Bakkafirði, Guðmundur Vigfússon, skipstjóri frá Holti, Halldór Hallgríms- son, skipstjóri, Akureyri, og Halldór Þórðarson, skipstjóri í Keflavík. 224 blaðsíður. Skjaldborg ehf. ISBN: 9979-57-333-3 Leiðb.verð: 3.680 kr. pórðarson r vngni timnns í VAGNI TÍMANS Agnar Þórðarson Stórfróðleg og skemmtileg minningabók um íslenskt bókmenntalíf árin 1939— 1961. Höfundi lætur vel að fanga anda tímans; hann segir frá ferðalögum sínum og áhrifavöldum, frá kalda stríðinu, frá ís- lenskum og erlendum bókmenntaverkum og margar skemmtilegar sög- ur eru af samferðamönn- um Agnars í skáldahópi, t.a.m. Steini Steinarr. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á bókmennta- og menning- arsögu, en líka fyrir þá sem hafa gaman af góðum mannlýsingum. 354 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1472-9 Leiðb.verð: 990 kr. kilja 1.980 kr. ib. 72

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.