Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 74

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 74
Ævisögur og endurminingar ' JÁTNINGAR PUSHKINS A.S.Pushkin Þýöing: Súsanna Svavarsdóttir Astin, hjónabandið, trún- aðurinn, eru þær tilfinn- ingar sem rússneska skáldið tekst á við í þess- um dagbókarbrotum, sem bönnuð eru í Rússlandi, komu fyrst út í Banda- ríkjunum árið 1986. Dagbókarbrotin eru skráð síðustu mánuðina áður en Pushkin lét lífið í einvígi við G.S.Dantes árið 1837. Þau hafa að geyma hugarheim skálds- ins og bregða upp áður óþekktri mynd af lífi hefðarfólksins í Rúss- landi í upphafi 19. aldar þar sem ástríðurnar eru í forgrunni. Hugarheimur Pushkins er erótískur, að- laðandi og fráhrindandi í senn; hann segir frá ár- áttu sem á endanum dregvu hann til dauða. Bókin er ekki ætluð les- endum undir 18 ára aldri. 160 blaðsíður. Reykholt ISBN 9979-836-30-X Leiðb.verð: 2.860 kr. JÚRÍ ÚR NEÐRA Júrí Resetov og Eyvindur Erlendsson Júrí Resetov sendiherra Rússa er þekktur sem skemmtilegur brandara- karl. Ungur lærði hann íslensku og fór til íslands sem blaðafulltrúi. Var grunaður um að fá njósna- upplýsingar hjá Jóni Baldvin og varð saklaus að yfirgefa landið. Hvert sem leið hans síð- ar lá leitaði hann sálufé- lags við Islendinga. Að lokum kaus hann að koma aftur til eyjunnar hvítu, því hann „elskar hljómlist íslenskrar tungu“. Bókin er ekki bein ævi- saga, heldur eins og blik af hugmyndum og til- finningum sem gerir hana skemmtilegri. Þar kemur fram hið mikla hlutverk Júrís sem eins fremsta baráttumanns mannréttinda í Rúss- landi. Allstaðar iðandi af gríni og glensi, — en grín er dauðans alvara. 320 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-299-5 Leiðb.verð: 3.680 kr. LEIÐIN TIL FRELSIS Nelson Mandela Þýöing: Jón Þ.Þór og Elín Guómundsdóttir Ein merkilegasta ævisaga okkar tíma. Bók sem hef- ur hlotið einróma lof um allan heim. Saga Nelsons Mandela er engu lík. Hún spannar allt frá æsku hans, hvernig hann elst upp, sonur höfðingja thembumanna, unglings- árin, skólagöngu, hvemig hann uppgötvar hina hyl- djúpu gjá milli hvítra og svartra, vakningu hans í baráttunni fyrir réttind- um svartra, hvemig hann kynnist Winnie konu sinni, ofsóknum, fangels- unum og hvernig hann að lokum leiðir þjóð sína til frelsis. Ogleymanleg saga um mikilhæfan leiðtoga og mannvin. 512 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-294-4 Leiðb.verð: 3.480 kr. LÍFSGLEÐI Minningar og frásagnir Þórir S. Guöbergsson I þessari nýju bók rifja fimm þekktir Islendingar upp liðnar stundir og lífsreynslu. Þeir slá á létta strengi og minning- arnar leiftra af gleði. Þau sem segja frá eru: Guðni Þórðarson (Guðni í Sunnu), Guðríður Elías- dóttir, form. Verka- kvennafél. Framtíðarinn- ar í Hafnarfirði, Herdís Þorvaldsdóttir leikkona, Sigríður Schiöth söng- stjóri og húsmóðir á Akur- eyri og Ömólfur Thorlaci- us f.v. rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Þetta er kærkomin bók fyrir alla sem unna góðum endur- minningabókum. 165 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-079-4 Leiðb.verð: 2.980 kr. LÍFSKRAFTUR Friörik Erlingsson Séra Pétur Þórarinsson og Ingibjörg Siglaugsdóttir í Laufási hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika, hann misst báða fætur vegna sykursýki, hún fengið brjóstakrabbamein. I þessari bók lýsa þau því hvemig þau hafa tekist á við mótlætið og ekki látið það buga sig. Áhugaverð lífsreynslusaga sem ætti að verða öllum hvatning til að líta á ljósu punktana í tilvemnni! 280 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-1192-X Leiðb.verð: 3.680 kr. LÍFSKÚNSTNERINN LEIFUR HARALDSSON Daníel Ágústínusson Leifur setti svip á lífið í Reykjavík á árunum 1940-1970. Hann var tíð- ur gestur á kaffihúsum borgarinnar í fylgd þekkt- ra skálda og andans manna, svo sem Hannesar Sigfússonar, Jóns Óskars, Jóns úr Vör, Helga Sæ- mundssonar og Steins Steinarr. I bókinni er rak- inn æviferill Leifs. Sam- ferðamenn segja frá kynn- um sínum af honum. Loks er kafli með ljóðum hans. Frægur var Leifur fyrir orðheppni sína, hnyttin og skörp tilsvör og snjallar lausavísur sem hann gat kastað fram fyr- irhafnarlaust m.a.: „Ungu skáldin yrkja kvæði“ sem varð strax fleyg. 150 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-077-8 Leiðb.verð: 2.980 kr. Bók er best vina 74

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.