Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 81

Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 81
Handbœkur tók sér fyrir hendur að finna þessi lögmál. Bók þessi er niðurstaða þeirra rannsókna og er ætluð hverjum þeim, er hefir mætur á íslenskri tungu. 2. útgáfa. 439 blaðsíður. Dögun ehf. ISBN 9979-814-12-8 Leiðb.verð: 3.900 kr. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR UM ÞIG? Vaka-Helqafell HVAÐ SEGJA STJÖRN- URNAR UM ÞIG? Grétar Oddsson tók saman Handhæg bók fyrir þá sem vilja skyggnast inn í fram- tíðina og kynnast sjálfum sór og öðrum betur! 80 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0352-8 Leiðb.verð: 695 kr. HVENÆR GERÐIST ÞAÐ? Atburðir og ártöl úr íslandssögunni Jón R. Hjálmarsson Einstaklega handhæg uppflettibók með sögu- legum viðburðum en einnig því skrýtna og skondna. 80 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0353-6 Leiðb.verð: 695 kr. HVERN DREYMDI ÞIG? Skýrinqar á yfir 300 mannanöfnum í draumum Vakj Helciafeii HVERN DREYMDI ÞIG? Símon Jón Jóhannsson tók saman Hér er að finna skýringar á yfir 300 mannanöfnum sem birtast mönnum í draumi. Þetta er aðgengi- leg uppflettibók þar sem nöfnunum er raðað í staf- rófsröð. 80 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0354-4 Leiðb.verð: 695 kr. INDÆLA REYKJAVÍK Sex gönguleiöir um gamla Vesturbæinn Guðjón Friðriksson Bók Guðjóns Friðriksson- ar, Indæla Reykjavík, hef- ur átt vinsældum að fagna meðal þeirra sem gaman hafa af að fræðast um sögu og menningu og njóta skemmtilegra gönguferða um grónar götur og hverfi. Hér er haldið áfram á sama hátt og gengið um söguríkar götur gamla Vesturbæjar- ins í Reykjavík, sagt frá sérkennum og sögu hús- anna, gróðri og görðum, marglitu mannlífi og minnisstæðum viðburð- um, höfðingjum og horn- rekum þjóðfélagsins. Þetta er ómissandi bók fyrir alla þá sem vilja kynnast borginni og sögu hennar betur í fylgd með frábærum leiðsögu- manni. Skemmtileg, fjör- mikil og full af fróðleik. 200 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0302-7 Leiðb.verð: 2.980 kr. ÍSFYGLA Sigurður Ægisson Teikningar: Jón B. Hlíð- berg Ný alíslensk fuglabók með teikningum eftir Jón B. Hlíðberg. Glæsiverk. Höfundur notar um 250 heimildir og tekur á mál- um með öðrum hætti en áður hefur tíðkast. Fjall- að er um þær 72 tegund- ir, sem álitnar eru verpa hér á landi að staðaldri og m.a. sagt frá ættbálk- um þeirra, ættum, deili- tegundum, eggjum og ungum, fæðu, vetrar- heimkynnum, hámarks- aldri og stofnstærð. Birt er nafn hvers fugls á 13 tungumálum og að auki eru tilgreind um 700 ís- lensk alþýðuheiti fugl- anna, sagt frá hérlendri og erlendri þjóðtrú um þá, og að lokum er svo ís- lenskt aðalheiti hvers fugls, sem og latneska heitið, útskýrt orðsifja- fræðilega. Bókin er mjög auðveld í notkun. ísfygla er kjörgripur fyrir alla fuglaáhugamenn, sann- kallaður upplýsinga- banki. 158 blaðsíður. Sigurður Ægisson ISBN 9979-60-227-9 Leiðb.verð: 5.900 kr. í gjafaöskju 7.900 kr. Bók er best vina ÍSLENSK JARÐFRÆÐI Sigurður Davíðsson Fimm þættir jarðfræði, landrek, eldsumbrot, mótun lands, jarðskjálft- ar og jarðhiti, eru efni þessa stórfróðlega marg- miðlunardisks. Margs konar framsetning efnis, m.a. texti að hluta upp- lesinn, skýringarmyndir, ljósmyndir, kvikmyndir, orðskýringar og krossa- próf, gerir notandanum kleift að nálgast jarðfræð- ina á lifandi og skemmti- legan hátt. A sama diski er útgáfa fýrir Macintosh og PC-tölvur. Mál og menning ISBN 9979-3-1433-8 Leiðb.verð: 4.980 kr. ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1996 Víðir Sigurðsson Sextánda bókin í bóka- flokknum um íslenska knattspymu. í bókinni er að finna upplýsingar um allt það helsta sem gerð- ist í knattspymu á Islandi árið 1996. Litmyndir af 81

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.