Bókatíðindi - 01.12.2001, Page 16
íslenskar barna-og unglingabækur
SAVÍTA
Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir
Savíta er ellefu ára ind-
versk stúlka sem hefur
misst foreldra sína.
Amma hennar, sem hún
dvelst hjá, segir að það
yrði gæfa hennar að fá
eiginmann eftir tvö ár,
einhvern sem ekki
heimti heimanmund.
Sjálf vill hún gjarna
læra. Hún á líka aðra
ömmu með aðrar skoð-
anir. Fjórða bókin í
flokki um börn í fjarlæg-
um löndum.
40 bls. kilja.
Æskan ehf.
ISBN 9979-767-06-5
Leiðb.verð: 690 kr.
SJÁUMST AFTUR ...
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Sjáumst aftur ... hlaut
Islensku barnabókaverð-
launin 2001. Katla er tólf
ára stelpa sem flytur með
foreldrum sínum í gamalt
hús í Vestmannaeyjum.
Fyrr en varir taka undar-
legar sýnir og draumar að
leita á Kötlu en samtímis
Sandafell
Hafnarstrœti 7
470 Þingeyri
S. 456 H210
er eitthvað dularfullt á
seyði á vinnustað pabba
hennar. Mögnuð og æsi-
spennandi saga þar sem
fortíð og nútíð mætast í
óvæntri atburðarás.
176 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1563-1
Leiðb.verð: 2.290 kr.
SOGBLETTURINN
Helgi Jónsson
Hörður Helgason
Fyrir 2 árum skrifuðu
feðgarnir Helgi Jónsson
og Hörður Helgason (17
ára) spennusöguna
Rauðu augun. Nú hafa
þeir skrifað nýja bók,
klikkaða skemmtisögu
sem gerist á einum sólar-
hring í lífi nokkurra ung-
linga. Sindri vaknar á
laugardagsmorgni með
þennan svakalega sog-
blett. Kærastan verður
alveg brjáluð og vill vita
hvernig stendur á hon-
um. Gallinn er bara sá að
Sindri hefur ekki hug-
mynd um það. Hann hef-
ur nokkra klukkutíma til
að rifja upp það sem
hann gerði nóttina áður
og með hjálp Rabba vin-
ar síns kemst hann að
því að nóttin var „geð-
veik“. Fjörug og fyndin
saga fyrir unglinga!
110 bls.
Tindur
Dreifing: Dreifingar-
miðstöðin
ISBN 9979-9350-8-1
Leiðb.verð: 2.290 kr.
STAFAKARLARNIR
TÓTA OG TÍMINN
TALNAPÚKINN
Bergljót Arnalds
Ekki láta þessar frábæru
bækur vanta í safnið.
Einstakar kennslubækur
eftir metsöluhöfundinn
Bergljótu Arnalds. Nú er
leikur einn að læra.
Stafakarlarnir kenna
stafina, Tóta og Tíminn á
klukku og Talnapúkinn
sér um allar tölurnar.
48 bls. hver bók.
Virago
ISBN 9979-9347-0-0
/-1-9/-2-7
Leiðb.verð: 1.890 kr.
hver bók.
SlOVKDUK ThcUACIUI
Sumardagar
SUMARDAGAR
Sigurður Thorlacius
Myndskr.: Erla
Sigurðardóttir
Klassísk barnabók eftir
Sigurð Thorlacius fv.
skólastjóra.
I Sumardögum segir
frá einu srnnri í lífi for-
ystuærinnar Flekku og
Brúðu dóttur hennar.
Hér er haglega fléttað
saman fróðleik og
skemmtun, kindurnar
lenda í ótrúlegustu
ævintýrum og lambið
kynnist um leið landi og
náttúru með furðum sín-
um og dásemdum, ógn-
um og hættum.
Fyrir ári kom bókin
Um loftin blá út í nýrri
útgáfu með myndum. A
sama hátt hefur Erla Sig-
urðardóttir myndskreytt
Sumardaga að nýju.
102 bls.
Muninn bókaútgáfa
ISBN 9979-869-65-8
Leiðb.verð: 1.990 kr.
SVONA STÓR
Þóra Másdóttir og
Margrét Laxness
Ymislegt merkilegt verð-
ur á vegi Tótu þegar hún
leitar að bangsa; bíll seg-
ir babú babú, kisa
mjálmar og stelpa blæs
sápukúlur. Með því að
hvetja bömin til að leika
eftir hljóð og tjáningu
sem koma fyrir á hverri
opnu í þessari skemmti-
14