Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 36
Þýddar barna- og unglingabækur
SKYTTURNAR ÞRJÁR
Alexandre Dumas
Þýðing: Þorsteinn G.
Jónsson
Þessi sígilda ævintýra-
saga um hetjurnar og
gleðimennina Atos, Por-
tos og Aramis er ótvírætt
meðal vinsælustu bóka
allra tíma. Hér er sagan
endursögð fyrir unga les-
endur, ríkulega mynd-
skreytt og aukin margs
konar fróðleik um skytt-
ur og aðalsmenn í Frakk-
landi 17. aldar, þegar
launráð voru brugguð í
hverju horni og einvígi
daglegt brauð.
64 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2085-0
Leiðb.verð: 2.390 kr.
SPLASS!
Judy Hamilton
ísl. texti: Björgvin E.
Björgvinsson
Bókin Splass er 43.
bókin í bókaflokknum
Skemmtilegu smábarna-
bækurnar. Eins og nafnið
bendir til fjallar hún á
gáskafullan hátt um
vatn.
Falleg - vönduð - ódýr.
25 bls.
Bókaútgáfan Björk
ISBN 9979-807-88-1
Leiðb.verð: 365 kr.
SPÓLA SYSTIR
Gillian Johnson
Þýðing: Böðvar
Guðmundsson
Kjölturakkinn Kátur
gleðst innilega við tíð-
indin um að fjölga eigi í
fjölskyldunni. En Spóla
systir uppfyllir ekki
drauma hans um leikfé-
laga - að minnsta kosti
ekki fyrst um sinn. Höf-
undur þessarar bráð-
skemmtilegu bókar er
fædd í Winnipeg í Kan-
ada og er íslensk í báðar
ættir. Böðvar Guð-
mundsson íslenskaði
vísurnar um Kát og
Spólu.
31 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2160-1
Leiðb.verð: 1.890 kr.
Hazcl Huichins.
Stefndu hátt,
Rósa
ÆSKAN _ ZJBHBBBC
STEFNDU HÁTT,
RÓSA!
Hazel Hutchins
Myndskr.: Yvonne
Cathcart
Þýðing: Sesselja
Halldórsdóttir
Rósa fær einstakt tæki-
færi til að sanna bekkjar-
félögum sínum að bún
geti orðið besti söngvari
í heimi. Vandinn er að
velja lag. Á hún að
syngja vinsælt lag með
Céline Dion eða...?
Bráðskemmtileg létt-
lestrarbók. Tilvalin í
skóinn!
64 bls. kilja.
Æskan ehf.
ISBN 9979-9472-1-7
Leiðb.verð: 980 kr.
STELPUR í STRESSI
Jacqueline Wilson
Þýðing: Þórey
Friðbjörnsdóttir
Ný bók eftir sama höf-
und og Stelpur í stráka-
leit sem hlaut frábærar
móttökur á síðasta ári.
Jacqueline Wilson hefur
hlotið mörg verðlaun og
nýtur mikilla vinsælda
og virðingar fyrir bækur
sínar handa börnum og
unglingum.
Það er kominn tími til
að ég fari í megrun því ég
er svo hrikalega, hroða-
lega F-E-I-T! í þetta sinn
ætla ég að þrauka - alveg
sama hvað - því ég verð
kölluð Ella belja ef ég
passa mig ekki! Vinkon-
ur mínar, Nadine og
Magda, halda að ég sé
biluð - en þær geta trútt
um talað. Nadine lítur út
eins og fyrirsæta og gæti
kannski orðið alvöru for-
síðustúlka! Magda er
algjört æði (en því miður
sjá strákar hana alltaf í
kolvitlausu ljósi).
Tilnefnd til Sheffield
barnabókaverðlaunanna.
Tilnefnd til Bresku
barnabókaverðlaunanna.
„Unglingsstúlkur
munu kunna gríðarvel
að meta þessa bók.“ —
The School Librarian.
180 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-39-3
Leiðb.verð: 2.480 kr.
SVANUR ELSKAR
SOFFÍU
Sören Olsson og
Anders Jacobsson
Þýðing: Jón Daníelsson
Svanur Andersson —
kvennagullið fræga, róm-
antíski riddarinn, hetja
allra stelpna. Skyndilega
virðist allt vera orðið
öfugsnúið. Nú eru það
grimmilegir tölvuleikir
sem gilda, þungarokk og
hokkímyndir. Hinum
strákunum finnst Svanur
vera hálfgerður asni,
34