Bókatíðindi - 01.12.2001, Síða 97
Fræði og bækur almenns efnis
frá tuttugustu öld þar
sem tíu höfundar greina
frá hugmyndum sínum
um eðli og tilgang heim-
spekinnar. Um leið er
bókin inngangur að
kenningum merkustu
hugsuða liðinnar aldar.
A undan hverri grein má
finna stutta kynningu á
lífshlaupi viðkomandi
höfundar sem og helstu
verkum hans og ásetn-
ingi. Greinarnar eru allar
afar gagnleg lesning
þeim sem vilja kynnast
helstu straumum innan
„meginlandsheimspeki“
tuttugustu aldar: Tilvist-
arstefnu, fyrirbærafræði
og gagnrýnni samfélags-
speki. Utgáfa bókarinnar
er mikilvægur áfangi í
íslenskri heimspekium-
ræðu - ekki síst vegna
þess að yngstu greinarn-
ar snerta á málefnum
sem mjög eru í brenni-
depli í heimspekium-
ræðu samtímans.
255 bls. kilja.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-462-7
Leiðb.verð: 3.100 kr.
HVERNIG GETUR
ÍSLAND ORÐIÐ RÍK-
ASTA LAND í HEIMI?
Hannes H. Gissurarson
Island er þegar með rík-
ustu löndum heims. En
það getur orðið ríkast,
segir Hannes H. Gissur-
arson, prófessor, í þess-
ari fróðlegu og skemmti-
legu bók. Hann lýsir auð-
legð þjóðanna í aldanna
rás og sýnir fram á tengsl
atvinnufrelsis og hag-
sældar. Hann rekur sögu
Islendinga úr fátækt í
bjargálnir og tekur dæmi
af litlum löndum á jaðri
stórra markaða sem hafa
hagnast mjög af því að
lækka skatta og veita
alþjóðlega fjármálaþjón-
ustu.
Hannes vill að Island
fylgi fordæmi þessara
landa - svo sem Lúxem-
borgar, írlands, Manar og
Ermasundseyja - og örvi
atvinnulíf framtíðarinn-
ar með því að lækka stór-
lega opinberar álögur á
fyrirtæki og laða að
erlent fjármagn og fyrir-
tæki. Hann sýnir fram á
að tekjur ríkisins geti
aukist frekar en minnkað
með myndarlegri skatta-
lækkun á fýrirtæki, þar
sem skattstofninn stækk-
ar. Þannig myndist svig-
rúm til að lækka skatta á
einstaklinga síðar meir,
auk þess sem tekjumögu-
leikar þeirra stóraukist.
Frábærlega vel skrifuð
bók sem á erindi til allra.
162 bls.
Nýja Bókafélagið
ISBN 9979-764-23-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
HÖFUNDAR NJÁLU
Þræðir úr vestrænni
bókmenntasögu
Jón Karl Helgason
Er höfundur Njálu
breskur aðalsmaður,
dönsk kvenréttindakona,
bandarískur miðalda-
fræðingur eða íslenskur
leikhússtjóri? Hér beinir
Jón Karl Helgason sjón-
um að endurritun sög-
unnar erlendis. Fram á
sviðið stíga þýðendur,
barnabókahöfundar,
leikskáld, ferðalangar,
myndlistarmenn, skáld-
sagnahöfundar og ljóð-
skáld sem gera sitt tilkall
til þess að nefnast höf-
undar Njálu. Bókinni
fylgir margmiðlunar-
diskurinn Vefur Darrað-
ar með texta eins elsta
handrits Njálu og fjölda
ljóða og myndskreytinga
sem sprottið hafa af sög-
unni. Nýstárleg mynd af
fjölbreyttri menningar-
hefð sem hundruð
manna hafa tekið þátt í
að skapa og móta.
200 bls. + margmiðlunar-
diskur.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2139-3
Leiðb.verð: 4.490 kr.
Metsöluhöfundurinn Óttar Sveinsson
segir í nýjustu bók sinni frá því er Bretar og íslendingar stóðu agndofa
þegar tíðindi bárust af því að Harry Eddom, sem talinn hafði verið
af í 36 klst., hefði koniist af hinum ísaða og sökkvandi Ross
Cleveland í ísafjarðardjúpi í febrúar 1968. í bókinni lýsir Harry
ótrúlegri píslargöngu sinni sem vakti heimsathygli á sínum tíma.
Áhafnir á yfirísuðum Notts County frá Grimsby og varðskipinu Óðni
lýsa einnig strandi togarns í Djúpinu og hugdirfsku við björgunar-
aðgerðir Islendinganna. I tvo daga börðust á fimmta hundrað sjómenn
fyrir því að halda skipum sínum á floti vegna ísingar á þessum
slóðum.
95