Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 40
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 31
og það bendir til þess að eignarfallsmyndirnar hafi verið endurtúlk
aðar sem lýsingarorð.
(17) a. [Helvítis
ef
bölvuð
lo
bullan no-nf
]!
b. ég sagði [mikill
lo
djöfulsins
ef
andskotans
ef
óþefur
no-nf
] er
af þér.
c. Þá getur verið hressandi að segja: „[Hvurslags and skot-
ans
ef
bölvuð
lo
vitleysa
no-nf
] er þetta?“
Lýsingarorðin í (17) sem þannig eru hliðskipuð eignarfallsmyndum
blótsyrða eru ýmist almenns eðlis eins og mikill eða sjálf blótsyrði eins
og bölvaður. Auk þess virðist röð orðanna yfirleitt ekki skipta máli, t.d.
gæti Bölvuð helvítis bullan verið fullkomlega eðlileg orðaröð í (17a).
Röð lýsingarorða í sömu stöðu er sömuleiðis frekar frjáls, t.d. mætti
breyta röðinni í (15c) í Stór, bláeyg, ljóshærð, sterk stelpa. Aftur á móti
gengur illa að færa venjulega eignarfallseinkunn fram fyrir höfuðorð
með lýsingarorðsákvæði og hún gæti alls ekki staðið á milli þeirra
(sbr. (11c): ??Stelpunnar stóru bræður; *Stóru stelpunnar bræður).
Endurkvæmni af því tagi sem birtist í (17), þ.e.a.s. möguleikinn á
að bæta við nýjum og nýjum blótsyrðum á undan höfuðorðinu, hvort
sem þau eru lýsingarorð eða upprunalegar eignarfallsmyndir nafn
orða, gefur málnotendum kost á sveigjanleika og auknum blæbrigð
um í blóti. Þetta er það sem kallað hefur verið að tvinna8 (eða hnýta)
saman blótsyrði á íslensku og felur í sér klifun eða endurtekningu,
annaðhvort með mismunandi blótsyrðum eða endurtekningu sama
orðs eins og dæmin í (18) sýna.
(18) a. „[Andskotans
ef
djöfulsins
ef
djöfull no-nf
],“ tautaði ég.
b. [Helvítis
ef
andskotans
ef
djöfulsins
ef
djöfull
no-nf
].
c. [Djöfuls
ef
andskotans
ef
strætódjöfull
no-nf
]!!!!
d. „[Helvítis
ef
andskotans
ef
heitasta
lo
helvíti no-nf
]!“ tautar
Rún ar og dæsir.
e. „Hvert í [andskotans
ef
, heitasta
lo
helvíti
no-þgf
]!“ tautar
Guð mundur [...] rauður í framan og svo æstur að
hendurn ar skjálfa.
f. að ég geti ekki skrifað þessa ritgerð. [Helvítis
ef
djöfulsins
ef
helvítis
ef
djöfulsins
ef
helvítis
ef
FOKK
no-nf
].
8 Sögnin tvinna í þessu samhengi einskorðast ekki við tvö blótsyrði eins og eftir
farandi dæmi í ROH sýnir: „Aldrei sá hann okkur börnin svo, að hann ekki
tvinnaði saman öll blótsyrði, sem hann kunni í íslenzku.“ (Guðrún Borgfjörð
1947:29).
tunga25.indb 31 08.06.2023 15:47:15