Orð og tunga - 2023, Side 53

Orð og tunga - 2023, Side 53
44 Orð og tunga áherslu, svo rakið sé það allra helsta sem sagt er um áhersluorðið fuck í enskum orðabókum (sjá t.d. ofangreint rit). Það er í þessu áhersluhlutverki sem orðið hefur borist inn í íslensku og fengið stöðu sagnorðs og upphrópunar/nafnorðs. Framburðar­ og ritmyndir eru þá langoftast hinar sömu og gömlu orðanna, þ.e. fokka (sögn) og fokk (upphrópun, nafnorð). Í fylgd með fuck barst að auki atviks­ og áhersluorðið fucking, sem er að formi til lýsingarháttur nútíðar ensku sagnarinnar og hefur í íslensku fengið framburðar­ og ritmyndina fokking. Ef til vill er ekki öllum ljóst að birtingarmyndir þessara orða sem tökuorða í íslensku máli urðu nokkuð aðrar en við mátti búast. Framburðurinn er nefnilega ekki í samræmi við þá reglu að stutt enskt [ʌ] eða [ə] skuli borið fram sem [œ] í íslensku.2 Skýringin er reyndar ekki flókin: Þegar e. fuck barst inn í málið fylltu orðin sem fyrir voru að nokkru leyti það pláss sem nýja tökuorðið, í hlutverki sagnorðs og upphrópunar/nafnorðs, gerði tilkall til. Má segja að það hafi í þessum hlutverkum yfirtekið bæði útlit (framburð og ritmynd) og að nokkru leyti merkingu og hlutverk gömlu orðanna. Þau voru á sinn hátt fremur ber skjölduð eða óstöðug vegna takmarkaðrar notkunar, sérstaks stíl gildis og málsniðs sem þau helst tilheyrðu og ákveðinna form­ og merkingarlíkinda við enska orðið. Verður þetta nánar rakið og skýrt í þessari grein.3 Vera kann að einhverjum þyki það álitamál hvort kalla skuli fokka og fokk í nýju merkingunni eiginleg tökuorð úr ensku fuck sem fallið hafi saman við eldri orðin eða hvort gömlu orðin hafi einfaldlega fengið nýja erlenda merkingu, þ.e. tökumerkingu. Í því sambandi skal á það bent að orðasambönd á borð við fokk jú, fokk off, að gefa ekki fokk o.fl., sem augljóslega eiga sér enska fyrirmynd og uppruna, sem og áhersluorðið fokking sem svarar til ensku lýsingarháttarmyndarinnar fucking, styðja það að um sé að ræða tökuorð fremur en tökumerkingu. Hér verður litið svo á að nýtt og eiginlegt tökuorð hafi borist inn í íslensku, enska orðið fuck í sínu fleirþætta hlutverki, og fengið þar hlutverk sagnorðs og upphrópunar/nafnorðs. Meginmarkmið greinarinnar er að varpa dálitlu ljósi á sögu þessara orða og fjalla um það hvað gerist þegar tökuorð sem eru samhljóma eldri orðum koma inn í málið og ýta hinum frá. Gagna var leitað í stafræna blaða­ og tímaritasafninu Tímarit.is, í Ritmálssafni Orðabókar 2 Sjá nánari greinargerð um það í Veturliði Óskarsson (2017:122–125). 3 Um beygingu orðanna verður lítillega fjallað síðar í þessari grein, sjá kafla 3.1. tunga25.indb 44 08.06.2023 15:47:15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.