Orð og tunga - 2023, Síða 53
44 Orð og tunga
áherslu, svo rakið sé það allra helsta sem sagt er um áhersluorðið
fuck í enskum orðabókum (sjá t.d. ofangreint rit). Það er í þessu
áhersluhlutverki sem orðið hefur borist inn í íslensku og fengið stöðu
sagnorðs og upphrópunar/nafnorðs. Framburðar og ritmyndir eru
þá langoftast hinar sömu og gömlu orðanna, þ.e. fokka (sögn) og
fokk (upphrópun, nafnorð). Í fylgd með fuck barst að auki atviks og
áhersluorðið fucking, sem er að formi til lýsingarháttur nútíðar ensku
sagnarinnar og hefur í íslensku fengið framburðar og ritmyndina
fokking.
Ef til vill er ekki öllum ljóst að birtingarmyndir þessara orða
sem tökuorða í íslensku máli urðu nokkuð aðrar en við mátti búast.
Framburðurinn er nefnilega ekki í samræmi við þá reglu að stutt enskt
[ʌ] eða [ə] skuli borið fram sem [œ] í íslensku.2 Skýringin er reyndar
ekki flókin: Þegar e. fuck barst inn í málið fylltu orðin sem fyrir voru
að nokkru leyti það pláss sem nýja tökuorðið, í hlutverki sagnorðs
og upphrópunar/nafnorðs, gerði tilkall til. Má segja að það hafi í
þessum hlutverkum yfirtekið bæði útlit (framburð og ritmynd) og að
nokkru leyti merkingu og hlutverk gömlu orðanna. Þau voru á sinn
hátt fremur ber skjölduð eða óstöðug vegna takmarkaðrar notkunar,
sérstaks stíl gildis og málsniðs sem þau helst tilheyrðu og ákveðinna
form og merkingarlíkinda við enska orðið. Verður þetta nánar rakið
og skýrt í þessari grein.3
Vera kann að einhverjum þyki það álitamál hvort kalla skuli fokka
og fokk í nýju merkingunni eiginleg tökuorð úr ensku fuck sem fallið
hafi saman við eldri orðin eða hvort gömlu orðin hafi einfaldlega
fengið nýja erlenda merkingu, þ.e. tökumerkingu. Í því sambandi skal
á það bent að orðasambönd á borð við fokk jú, fokk off, að gefa ekki fokk
o.fl., sem augljóslega eiga sér enska fyrirmynd og uppruna, sem og
áhersluorðið fokking sem svarar til ensku lýsingarháttarmyndarinnar
fucking, styðja það að um sé að ræða tökuorð fremur en tökumerkingu.
Hér verður litið svo á að nýtt og eiginlegt tökuorð hafi borist inn í
íslensku, enska orðið fuck í sínu fleirþætta hlutverki, og fengið þar
hlutverk sagnorðs og upphrópunar/nafnorðs.
Meginmarkmið greinarinnar er að varpa dálitlu ljósi á sögu þessara
orða og fjalla um það hvað gerist þegar tökuorð sem eru samhljóma
eldri orðum koma inn í málið og ýta hinum frá. Gagna var leitað í
stafræna blaða og tímaritasafninu Tímarit.is, í Ritmálssafni Orðabókar
2 Sjá nánari greinargerð um það í Veturliði Óskarsson (2017:122–125).
3 Um beygingu orðanna verður lítillega fjallað síðar í þessari grein, sjá kafla 3.1.
tunga25.indb 44 08.06.2023 15:47:15