Orð og tunga - 2023, Qupperneq 64
Veturliði Óskarsson: Orð koma í orða stað 55
og gamla sögnin (fokka – fokkaði – fokkað). Sem upphrópun er fokk án
beygingar en í íslenskun á enskum orðatiltækjum á borð við what the
fuck, who the fuck o.fl. samsvarar birtingarmynd orðsins þágufalli ann
ars vegar gamla hvorugkynsorðsins fokk og hins vegar karlkynsorðs
sem væri *fokki í nefnifalli: (hvað/hvernig/af hverju) í fokkinu, (hvað/
hvernig/af hverju) í fokkanum.
Í ÍO (2002) er fokka skipað undir þrjár flettur. Flettan 1fokka kvk. er
nafn á ákveðinni tegund af segli (sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1989)
og tengist ekki umfjöllunarefni þessarar greinar. Flettan 2fokka á við
sagnorðið í þeirri merkingu sem fjallað var um hér að framan. Flettan
3fokka á við yngri sögnina, þá með rætur í fuck, þótt ekki sé skýr tilvísun
í slíkan uppruna önnur en sú sem álykta má af notkunardæminu, fokka
eu upp <fyrir em>, sem útskýrt er sem „klúðra eu, spilla eu (fyrir
em)“ og mundi svara til enska orðasambandsins „to fuck something
up (for somebody)“.
Flettan fokk er á hinn bóginn ekki fleirskipt í ÍO (2002). Hún á
við nafnorðið fokk í gömlu merkingunni ‘dund’ og nýja orðið fokk,
upphrópun/nafnorð, úr ensku fuck er enn ekki skráð sem sérstök
fletta í orðabókinni. Orðasambandið allt í fokki, sem gefið er sem dæmi
sækir þó e.t.v. merkingu sína að einhverju leyti til enska orðsins. Það
fær nokkurn stuðning af því að þetta orðasamband virðist nýlegt og
kemur einna fyrst fyrir í textum eftir 2000.
Áhersluorðið (enska lýsingarháttarmyndin) fokking er sérstök fletta í
orðabókinni, merkt bæði með tveimur spurningarmerkjum, sem þýðir
„framandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenskt, sletta“ (ÍO
2002:XIII), og sem „gróft“. Merkingin er gefin sem ‘leiðinda, djöf uls ins’.
Íslensk nútímamálsorðabók hefur ekki sagnorðið fokka sem flettu
en skráir fokk undir tveimur flettum. Annars vegar sem nafnorð í
hvorugkyni í merkingunni ‘lítilfjörlegt dútl’, ‘leiðindi, vesen’ (sbr.
kafla 2.3), og er þar um að ræða eldra íslenska orðið. Hins vegar sem
upphrópun sem táknar vanþóknun eða reiði, og er þar orðið merkt
sem „óformlegt, ekki fullviðurkennt mál, gróft“.
Fyrstu dæmi um þessi orð í þeim textum sem hliðsjón var höfð af
eru frá um 1970. Dæmi frá næstu tíu árum benda ekki til þess að þau
hafi verið útbreidd og það tók þau líklega um tvo áratugi að festa
sig í sessi sem eiginleg tökuorð. Fram að því virðast þau hafa verið
notuð sem tilvitnanir – eða e.t.v. sem málvíxl (e. codeswitching) þegar
þau hafa verið notuð í töluðu máli. Því miður vitum við ekkert um
notkun þeirra í talmáli þessa tíma, sem auðvitað hlýtur að hafa komið
á undan notkun þeirra í ritmáli. Árið 1985 er haft eftir íslenskum
tunga25.indb 55 08.06.2023 15:47:15