Orð og tunga - 2023, Side 67
58 Orð og tunga
ný orð, ekki þau eldri.
Elstu dæmin sem fundust um upphrópunina (eða nafnorðið) í
sínu nýja, aðlagaða formi eru frá 1985. Þau eru í grein um veggjakrot í
Reykjavík. Greininni fylgja myndir af veggjakroti með slagorðum eins
og „fock off“, „FOK“ og „Fouck is all I kear about“, sem endurspegla
án efa þann framburð sem orðið hafði meðal ungs fólks á þeim tíma.
Greinarhöfundurinn notar sjálfur orðmyndina fokk í fyrirsögn og einu
sinni í textanum (Sigurður G. Tómasson 1985).
Annað dæmi sem gæti varpað dálitlu ljósi á það hve langt þróun
in var komin um áratug síðar er í grein í Stúdentablaðinu 1994. Höf
undurinn fjallar þar um enska orðið fuck og skyld orð og skrifar að
hann hafi heyrt orðalagið „fokkast upp“ (í merkingunni ‘klúðrast’)
notað af blaðamanni á Ríkisútvarpinu í viðtali við stjórnmálamann
fyrr sama ár. Hann segir, í gamansömum tón, að þar hafi orðið „merk
ur atburður í málsögu samtíðarinnar“. Hann á þar vafalaust við það
að orðasamband sem áður hafði tilheyrt slangri sé nú á uppleið í
tungumálinu. Einnig heldur hann því fram að gamla nafnorðið fokk sé
horfið úr daglegri notkun (Gauti Sigþórsson 1994:12). Og þó að hann
fari þar sennilega með ýkjur til að styrkja frásögnina er þetta eigi að
síður athyglisverð staðhæfing.
Við leit á Tímarit.is komu í ljós um 165–170 dæmi um fokk sem
rekja má til enska orðsins fuck. Í nálega helmingi dæmanna er fokk
í hlutverki sérstæðs áhersluorðs eða upphrópunar: „Fokk, nú er ég
endanlega að fríka út“ (1999)18, stundum í umræðu um orðið, t.d.
„einskorðast orðaforði þeirra nánast við tvö orð, fokk og sjitt“ (1993).
Þessi dæmi eru frá því snemma á 9. áratug liðinnar aldar til dagsins
í dag. Hin dæmin koma fyrir í ýmsum orðasamböndum, yfirleitt vel
kunnuglegum, eins og fokk jú (1989) (og fokk þú, 2001), fokk it (2000),
fokk off (1996), að gefa ekki fokk (2004), hvað í fokkinu (1997), að vera fokk
sama (2007), samsetningin fokkup (2003, „Þetta er eitt það mesta fokk
up sem ég hef afrekað“). Auk þess eru þarna dæmi sem virðast sýna
samslátt eldri og yngri orðanna, t.d. í orðasamböndum eins og allt (er)
komið í fokk (2004) og allt er í fokki (2009). Flest dæmin eru frá seinni
hluta 10. áratugar 20. aldar eða frá þessari öld.
Dæmi um sögnina fokka eru svolítið eldri en um upphrópunina
eða nafnorðið fokk. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utan
garðsmál (Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thors
son 1982) er með sögnina (en ekki upphrópun/nafnorð) og er það með
18 Hér og áfram eru elstu dæmin tiltekin.
tunga25.indb 58 08.06.2023 15:47:15