Orð og tunga - 2023, Page 67

Orð og tunga - 2023, Page 67
58 Orð og tunga ný orð, ekki þau eldri. Elstu dæmin sem fundust um upphrópunina (eða nafnorðið) í sínu nýja, aðlagaða formi eru frá 1985. Þau eru í grein um veggjakrot í Reykjavík. Greininni fylgja myndir af veggjakroti með slagorðum eins og „fock off“, „FOK“ og „Fouck is all I kear about“, sem endurspegla án efa þann framburð sem orðið hafði meðal ungs fólks á þeim tíma. Greinarhöfundurinn notar sjálfur orðmyndina fokk í fyrirsögn og einu sinni í textanum (Sigurður G. Tómasson 1985). Annað dæmi sem gæti varpað dálitlu ljósi á það hve langt þróun­ in var komin um áratug síðar er í grein í Stúdentablaðinu 1994. Höf­ undurinn fjallar þar um enska orðið fuck og skyld orð og skrifar að hann hafi heyrt orðalagið „fokkast upp“ (í merkingunni ‘klúðrast’) notað af blaðamanni á Ríkisútvarpinu í viðtali við stjórnmálamann fyrr sama ár. Hann segir, í gamansömum tón, að þar hafi orðið „merk­ ur atburður í málsögu samtíðarinnar“. Hann á þar vafalaust við það að orðasamband sem áður hafði tilheyrt slangri sé nú á uppleið í tungumálinu. Einnig heldur hann því fram að gamla nafnorðið fokk sé horfið úr daglegri notkun (Gauti Sigþórsson 1994:12). Og þó að hann fari þar sennilega með ýkjur til að styrkja frásögnina er þetta eigi að síður athyglisverð staðhæfing. Við leit á Tímarit.is komu í ljós um 165–170 dæmi um fokk sem rekja má til enska orðsins fuck. Í nálega helmingi dæmanna er fokk í hlutverki sérstæðs áhersluorðs eða upphrópunar: „Fokk, nú er ég endanlega að fríka út“ (1999)18, stundum í umræðu um orðið, t.d. „einskorðast orðaforði þeirra nánast við tvö orð, fokk og sjitt“ (1993). Þessi dæmi eru frá því snemma á 9. áratug liðinnar aldar til dagsins í dag. Hin dæmin koma fyrir í ýmsum orðasamböndum, yfirleitt vel kunnuglegum, eins og fokk jú (1989) (og fokk þú, 2001), fokk it (2000), fokk off (1996), að gefa ekki fokk (2004), hvað í fokkinu (1997), að vera fokk sama (2007), samsetningin fokkup (2003, „Þetta er eitt það mesta fokk up sem ég hef afrekað“). Auk þess eru þarna dæmi sem virðast sýna samslátt eldri og yngri orðanna, t.d. í orðasamböndum eins og allt (er) komið í fokk (2004) og allt er í fokki (2009). Flest dæmin eru frá seinni hluta 10. áratugar 20. aldar eða frá þessari öld. Dæmi um sögnina fokka eru svolítið eldri en um upphrópunina eða nafnorðið fokk. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utan­ garðsmál (Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thors­ son 1982) er með sögnina (en ekki upphrópun/nafnorð) og er það með 18 Hér og áfram eru elstu dæmin tiltekin. tunga25.indb 58 08.06.2023 15:47:15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.