Orð og tunga - 2023, Síða 88

Orð og tunga - 2023, Síða 88
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 79 í (6) hér að framan). Rétt er að taka fram að ekki er um það að ræða að mynstrið X þinn sé sprottið af hátíðlegu ávörpunum, mynstrið er eldra en svo. Tegnér er hér aðeins að benda á hugsanleg líkindi, ekki orsakasamband. Schwartz (1899) er gagnrýninn á skýringu Tegnérs á upprunanum. Honum þykir hún álíka langsótt og Tegnér þótti hugmynd Grimms vera og að sumu leyti sambærileg, í stað einhvers konar fylgju hjá Grimm sé kominn ópersónulegur kjarni mannsins sem ávarpaður er. Þá álítur hann tölu sagnarinnar léttvæg rök. Hugmynd Tegnérs telur hann reyndar óþarfa, skýringar sé að leita í hlutverki eignar­ fornafnsins í mynstrinu og það hafi bæði Grimm og Tegnér yfirsést. Þeir hafi ranglega gert ráð fyrir að eignarfornafnið gegni hér sama hlutverki og eignarfall geri yfirleitt, þ.e. tjái eignartengsl. Þetta sé vissulega aðalhlutverk fallsins nú (þetta er það sem er stundum kallað eiginlegt eignarfall, lat. genitivus possessivus). En í fornmálum megi oft sjá eignarfallshlutverk sem eru svolítið annars eðlis. Hér nefnir Schwartz til sögunnar eignarfall skilgreiningarinnar (lat. genitivus definitivus eða genitivus appositivus).13 Orðið sem stendur í slíku eign­ ar falli skilgreinir nánar orðið sem það stendur með. Meðal dæma sem Schwartz tiltekur eru terra Italiæ (‘land Ítalíu’, þ.e. ‘landið Ítalía’) og askr Yggdrasils (‘askurinn Yggdrasill’). Schwartz vekur athygli á tilbrigðum í sænsku við að tjá alveg sömu hugsun, svo sem din tok ~ du tok ‘fíflið þitt’. Í fyrra tilvikinu sé eignarfornafn og nafnorð, hinu síðara persónufornafn og nafnorð. Í báðum tilvikum sé nafnorðið, hér tok, ákvarðað eða skilgreint nánar og Schwartz dregur þá ályktun að eignarfornafnið din (sem er einkunn) hafi sama hlutverk hér og persónufornafnið du (sem er viðurlag), eignarfornafnið gegni hér hlutverki eignarfalls skilgreiningarinnar. Schwartz (1899:183, 192) bendir í þessu samhengi á dæmi í gamalli sænsku (14. og 15. öld) þar sem eignarfallsmyndin hans kemur fyrir í sams konar hlutverki og eignarfornafnið í din X: hans dare ‘dárinn á honum’. Eins og nefnt var í 1. kafla virðast sambærileg dæmi ekki til í nútímaíslensku, *þrjóturinn hans, *hálfvitinn hennar. Þeir sem hafa fjallað um X þinn í forníslensku nefna ekki slík dæmi. Slíkt hefur þó þekkst. Í fornaldarsögunni Hrólfs sögu kraka segir: Böðvar bað bikkjuna hans þegja og kastar honum niður í mosann. Bikkjan sem hér er talað til er Höttur, skjólstæðingur Böðvars. Helstu handrit Hrólfs sögu eru ung pappírshandrit frá 17. öld. Það er því óvíst hve gamalt þetta orðalag sögunnar er.14 13 Önnur heiti eru genitivus explicativus og genitivus epexegeticus. 14 Tvö handrit sögunnar hafa ekki bikkjuna hans heldur bikkju þá eða bikkjuna þessa tunga25.indb 79 08.06.2023 15:47:15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.