Orð og tunga - 2023, Side 91

Orð og tunga - 2023, Side 91
82 Orð og tunga (10) Þú átt sjálfur í gapastokkinn, asni; eg að fara suður í Reykjavík, og sækja þangað brauð ofan í helvítið á þér, og ekkert í staðinn! (Jón Mýrdal 1912:199–200) Jón Mýrdal var fæddur 1825 og sagan kom fyrst út árið 1872. Það er því ljóst að helvítið á þér á sér talsvert langa sögu í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH) eru tvö dæmi um sambandið frá fyrri hluta síðustu aldar eða miðbiki hennar:15 (11) a. Það er ekki svo að skilja að ég fyrir mitt leyti hefði ekki gaman af að sjá framan í helvítið á þér einu sinni enn. (Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) 1972:99) b. og í sama bili hóf Jónas tóbaksfjölina á loft, en hún var þung eikarfjöl, og tvíhenti henni fram í baðstofu­ hurðina, um leið og hann segir: „Hafðu þá þetta í helvítið á þér.“ (Gráskinna hin meiri II 1979:317) Þessi þrjú eldri dæmi um helvítið á þér skera sig frá ungu dæmunum í (9) að einu leyti. Þau yngri eru notuð á sambærilegan hátt og mynstrið X þinn í nútímamáli sem hrakyrði í nefnifalli. Eldri dæmin standa hins vegar í aukafalli og minna að því leyti á sum fornmálsdæmin um X þinn sem rædd voru í 3. kafla, sjá (7). Í öllum eldri dæmunum virðist geta verið um að ræða andlit eða munn þess sem talað er við. Hugsanlega merkir helvíti í þessum dæmum einfaldlega ‘munnur’ eða ‘andlit’.16 Ef sú er raunin er ekki um það að ræða að eigandi samsvari eign eins og í samböndum á borð við helvítið þitt og ungu dæmunum um helvítið á þér, þarna væri merkingin ‘munnurinn/andlitið á þér’. En orðið helvíti þekkist ekki í neinni líkamshlutamerkingu ef marka má orðabækur. Sigfús Blöndal, sem sýnir dæmið í (10), þýðir helvítið á þér ekki á þann hátt heldur eins og sambandið vísi til mannsins alls, „dit forbandede Skarn“. Í (10) er talað um brauð sem á að fara ofan í helvítið á þér. En þarna vísar brauð ekki til brauðmetis heldur prestakalls. Hugsanleg líkamshlutamerking orðsins helvíti í (10) er því frekar langsótt nema um sé að ræða e.k. orðaleik. Að helvíti vísi til líkamshluta í dæmunum í (10) og (11) er þó möguleiki sem ætti ekki að útiloka. Forsetningarliðurinn á + þgf., þar sem þágufallið vísar til persónu 15 Höfundur fyrra dæmisins var uppi 1884–1942. 16 Minna má á að orðið munnur á sér mörg niðrandi samheiti, svo sem þverrifa, kjaftur, túli, trantur, og kannski var helvíti einhvern tíma í þeim hópi. Andlit á sér einnig ýmis niðrandi samheiti. tunga25.indb 82 08.06.2023 15:47:16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.