Orð og tunga - 2023, Síða 92

Orð og tunga - 2023, Síða 92
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 83 eða einhvers sem hefur líkama, er gjarna notaður í eignarsamböndum þar sem um er að ræða svokallaða órjúfanlega (eða óaðskiljanlega) eign (e. inalienable possession): höndin á mér, höfuðið á henni, nefið á honum.17 Helvítið á þér minnir á slík sambönd því að nafnorðið er ná­ tengt eða samtvinnað persónunni sem um ræðir. Hönd, höfuð, nef og aðrar órjúfanlegar eignir eru einhvers konar „eignir“; þessi fyrirbæri tilheyra þeim sem rætt er um, eru hluti af honum og verða ekki auð­ veldlega numdar á brott. Svo er auðvitað ekki í sambandi á borð við helvítið á þér, a.m.k. ekki í nútímadæmunum í (9); sá sem orðin beinast að á ekki umrætt helvíti heldur er hann það. En þarna má sjá líkindi við X þinn; þrjóturinn í þrjóturinn þinn tilheyrir ekki beinlínis þeim sem ávarpaður er heldur er sá þrjótur (eða er talinn vera það). Í báðum tilvikum er um að ræða orðalag sem setningafræðilega er alla jafna notað um eigendur og einhvers konar eignir og í hvorugu tilvikinu er um eiginlega eigendur og eignir að ræða; þeir sem þarna er lýst eru „eignin“. Helvítið á þér virðist ekki vera algengt samband þótt um það hafi fundist nokkur dæmi. Helvítið þitt er miklu algengara. Í Risa mál heild­ inni (2019) eru engin dæmi um helvítið á þér en hins vegar 124 um helvítið þitt. Engin dæmi hafa við þessa athugun fundist um önnur skammaryrði en helvíti næst á undan forsetningarliðnum á þér, þrátt fyrir talsverðar eftirgrennslanir. Það er því líklega hæpið að tala um mynstur, X á þér, í þessu samhengi, eins og hægt er að gera í tilviki X þinn. Öðru máli gegnir um niðrandi tal í garð þriðju persónu. Ýmis dæmi eru um mynstrið X á honum/henni (helvítið á honum, skömmin á henni) sem nánar verður litið á í næsta kafla. „Eignarmynstrin“ X þinn og X á honum/henni virðast notuð nánast í fyllidreifingu með hrakyrðum á undan eignartáknun. Þegar önnur persóna er ávörpuð er nær eingöngu notað X þinn (sárasjaldan X á þér). En þegar þriðja aðila er hallmælt er X á honum/henni einrátt, a.m.k. finnast engin dæmi um mynstrið X hans/hennar sem væri setn­ ingafræðilega sambærilegt við X þinn: *helvítið hans, *skömmin hennar.18 17 Sambærilegir forsetningarliðir með forsetningunni í eru, sem kunnugt er, líka notaðir með órjúfanlegri eign. — Þegar tungumál gera greinarmun á eignartáknun eftir eðli eignar er stundum talað um split possession sem kalla mætti klofna eignartáknun. Um slík fyrirbæri í Evrópumálum, sjá Stolz o.fl. 2008. Órjúfanlegar eignir eru gjarna líkamshlutar en hugtakið getur átt við fleira, s.s. fjölskyldutengsl. Um órjúfanlega eign í íslensku, sjá Steingrím Þórðarson 1979, Kristínu Bjarnadóttur 1989 og Höskuld Þráinsson 2005:214, 217–218. 18 Þetta var þó til í eldra máli, sbr. 4. kafla. Þar kom einnig fram að slík dæmi voru til í eldri sænsku, hans dare. tunga25.indb 83 08.06.2023 15:47:16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.