Orð og tunga - 2023, Side 98

Orð og tunga - 2023, Side 98
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 89 kafla). Hugsanlega er X á þgf tiltölulega ungt fyrirbæri. En það gæti vitaskuld verið miklu eldra. Að því er ekki auðvelt að komast, skilyrði til rafrænnar leitar eru heldur víð og samhengið sem um ræðir er kannski ekki ýkja líklegt til að rata á bækur. Í 5. kafla var bent á ákveðin líkindi við órjúfanlega eign, orð­ skipanin (nafnorð á undan forsetningarlið sem eignartáknun) er sú sama í báðum tilvikum og þarna er líka um að ræða eitthvað sem er samgróið fólki ef svo má segja (líkamshlutar og innræti). Það er því ekki mjög langsótt að gera ráð fyrir áhrifum frá orðalagi á borð við höndin á mér. Ef slíkt orðalag er á einhvern hátt fyrirmynd að X á þgf mætti hugsa sér að hægt væri að þrengja tímarammann eitthvað. En táknun órjúfanlegrar eignar með forsetningarlið á sér langa sögu í málinu, ýmis dæmi eru um þessa táknun í fornu máli og samsvarandi táknun er til í öðrum Norðurlandamálum. Í fornu máli og raunar allt fram á 18. öld virðist þó annars konar táknun órjúfanlegrar eignar (s.s. hönd mín) hafa verið ríkjandi (sjá Steingrím Þórðarson 1979:28– 29). Það er því ekki fyrr en frekar nýlega í málsögunni að sambönd á borð við höndin á mér ná yfirburðastöðu.24 Algengt orðalag er auðvitað líklegra til að hafa áhrif á aðra þætti í málinu. 19. öld er því kannski ekki svo ósennilegur upphafstími X á þgf þótt auðvitað verði ekkert um það fullyrt. Eins og nefnt var í 5. kafla er hugsanlegt að í elstu dæmum um helvítið á þér vísi helvíti til líkamshluta, munns eða andlits, og þá væru þessi dæmi ekki sambærileg þeim samböndum sem hér er fjallað um þar sem eigandi samsvarar eign. Ef þetta er raunin má hugsa sér að orðalagið helvítið á þér (‘munnurinn/andlitið á þér’) sé kveikjan að mynstrinu X á honum/henni. Orðið helvíti hefur ýmsar merkingar og er algengt sem skammaryrði um mann. Segðina helvítið á þér (‘munn­ urinn/andlitið á þér’) hefur auðveldlega mátt túlka þannig að helvíti vísaði til manns og þar með er komið upp mynstur sem önnur skammaryrði um fólk gátu gengið inn í. Þetta verður þó aðallega virkt í þriðju persónu enda gamalkunnug sambönd á fleti fyrir í annarri persónu (helvítið þitt, þrjóturinn þinn). 6.5 Til hvers er vísað? Flest dæmi sem fundist hafa um X á honum/henni vísa til fólks, rétt 24 Á síðustu árum má raunar greina dálítinn viðsnúning, æ oftar heyrist orðalag á borð við hárið mitt, húðin mín, brjóstin mín sem er í ætt við hið almenna orðalag fornmáls en nafnorðið er þó með viðskeyttum greini. tunga25.indb 89 08.06.2023 15:47:16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.