Orð og tunga - 2023, Side 171

Orð og tunga - 2023, Side 171
162 Orð og tunga þjóðarinnar. Þá hafa kynjasjónarmið frá öndverðu skipt máli í starfi hópsins eins og sjálfsagt má teljast. Þau er þetta rita eru sérfróð um íslenska málfræði og nöfn (Guðrún) og íslenskar bókmenntir fyrri alda (Ármann) og nýttu sérþekkingu sína óspart í vinnu fyrir hópinn. Ásrún talaði jafnan máli myndlistar og hönnunar en félagar okkar í hópnum voru fulltrúar borgarskipu­ lags og arkitektúrs. Hópurinn leysti af hólmi einn ráðgjafa og okkar mat er að vel hafi tekist til. Góður andi var jafnan í hópnum sjálf um en flest okkar höfðu engin samskipti við pólitískar nefndir borgar­ innar og þótti stundum bera á ákveðnu skilningsleysi þar enda tíð mannaskipti þar á ferð. Góðar greinargerðir fyrir nöfnunum gátu þó oft komið í veg fyrir átök og misskilning. Eins og gildir um margt er verkefnið ívið flóknara en margir halda. Ekki er óalgengt að fólk sem hefur lítið sem ekkert kynnt sér verkefni af þessu tagi hafi eftir sem áður miklar skoðanir á því. Mat okkar eftir þessa löngu reynslu er að það sé gott að hafa sérfræðinga með borgaryfirvöldum í þessari vinnu og einu vandkvæðin sem upp komu hafi í raun verið óviðkomandi vinnu nefndarinnar sjálfrar. 2 Dagskipun starfshópsins við stofnun árið 2001 var að horfa til fram­ tíðarinnar og fyrir vikið vann hann í upphafi mikið starf sem ekki hefur nýst til fulls vegna þess að uppbygging í borgarjaðrinum hefur verið minni en útlit var fyrir þá. Aðeins eitt af þeim fimm hverfum sem þá voru skipulögð varð til fljótlega en hlutar annarra. Það var Norðlingaholtshverfið þar sem nefndin ákvað að nota endinguna ­vað og nota nöfn sem til voru áður í tungumálinu sem örnefni. Stofn­ brautirnar tvær hétu Norðlingaholt og Bugða en síðan bjó nefndin til banka með 16 götunöfnum þar sem ­vað er endingin. Þau voru Árvað, Bjallavað, Ferjuvað, Helluvað, Hestavað, Hólavað, Kambavað, Kólguvað, Krókavað, Lindarvað, Lækjarvað, Móvað, Rauðavað, Reiðvað, Sandavað og Selvað. Síðar bættust götur við í hverfið og þá settist hópurinn niður og bætti við nöfnunum Búðavað, Elliðavað og Þingvað sem hafa skírskotun í landslagið og fornt hlutverk svæðisins sem þingstaðar. Ekki hefur farið jafn vel fyrir öðrum hugmyndum hópsins. Við Úlfarsfell voru á þessum tíma skipulögð fimm hverfi en aðeins eitt varð að veruleika þó að nýlega sé vinna hafin við annað. Þessi hverfi áttu að heita Vatnabyggð enda eru þau umlukin af mörgum helstu tunga25.indb 162 08.06.2023 15:47:17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.