Orð og tunga - 2023, Síða 172

Orð og tunga - 2023, Síða 172
Ármann Jakobsson og Guðrún Kvaran: Götunöfn í Reykjavík 163 vötnum höfuðborgarsvæðisins en sú hugmynd fékkst aldrei staðfest af skipulagsráðinu. Hugmyndum um götunöfn var aftur á móti vel tekið en hins vegar hefur enn ekki verið byggt jafn mikið á þessu svæði og þá var stefnt að. Eina hverfið sem byggst hefur er Brunnahverfi þar sem nöfnin voru sótt til ásynja í Snorra­Eddu auk annarra goðvera sem tengdust brunnum sérstaklega. Þannig heitir gata á jaðri hverfisins Mímisbrunnur en meðal annarra götunafna eru Urðarbrunnur, Friggjar­ brunnur, Iðunnarbrunnur, Lofnarbrunnur, Gefjunarbrunnur, Sifjar brunn- ur, Gerðarbrunnur, Freyjubrunnur og Sjafnarbrunnur. Nefndin hafði fleiri nöfn kvenkyns goðvera í pússi sínum en fjöldi gatna varð ekki meiri og raunar voru ýmsir tískustraumar í fjölda gatna á meðan hópurinn starfaði. Upp úr aldamótum 2000 var reynt að nota sem fæst nöfn en viðhorfin voru önnur 20 árum síðar. Aðeins eitt annað hverfi er komið í byggð undir Úlfarsfelli en það er Tjarnarhverfið. Þar eru enn sem komið er aðeins fjórar götur: Gæfu­ tjörn, Jarpstjörn, Silfratjörn og Rökkvatjörn. Eins og sjá má eru hér á ferð íslensk hestanöfn en starfshópurinn lagði borginni til 36 önnur nöfn af sama toga í greinargerð sem skilað var árið 2002. Aðrar ending ar sem voru ráðgerðar undir Úlfarsfelli voru ­vatn og ­á. Lagt var til að nöfnin úr áahverfinu væru sótt í íslenskt landslag og má þar nefna Myrká, Krossá og Gilsá en greinargerðin geymir ríflega 30 nöfn. Þá var um aldamótin skipulagt tvískipt vatnahverfi og lagði starfshópurinn til að þar væru annars vegar notuð almenn nöfn (Ljósavatn, Dýjavatn, Veiðivatn og Djúpavatn eru fjögur af 24 nöfnum sem lögð voru til) en hins vegar nöfn úr dýraríkinu (Álftavatn, Svanavatn, Æðarvatn, Hvalvatn, Svínavatn og Sænautavatn). Hér má glöggt sjá fjölbreytnina í tillögum starfshópsins en um leið samræmið. Nýta átti endingar í öllum þessum hverfum þar sem endingin var sótt í ár, vötn, tjarnir og brunna. Á teikniborðinu þá var líka hverfi við Rauðavatn sem átti að vera iðnaðarhverfi. Þótti starfshópnum tilvalið að kalla það Merkurhverfi enda skóglendi á svæðinu en vegna iðnaðarins yrði forliðurinn sótt­ ur í dvergatal Völuspár og Snorra­Eddu. Dverganöfnin eru ansi mörg og hefði verið auðvelt að nefna einar 60 götur með fallegum og eftirminnilegum nöfnum. Árið 2007 var aftur komið að þessu hverfi í skipulagi en nú þótti endingin ­heiði eiga betur við enda var farið að nota nafnið Hólmsheiði um þetta svæði, meðal annars í umræðu um hugsanlegt flugvallarsvæði. Nefndar voru einar sjö götur sem hétu Hólmsheiðarvegur, Dvalinsheiði, Fundinsheiði, Þorinsheiði, Þráinsheiði, Durinsheiði og Reginsheiði. Auk þess fengu fjögur hringtorg nöfnin tunga25.indb 163 08.06.2023 15:47:17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.