Orð og tunga - 2023, Síða 176

Orð og tunga - 2023, Síða 176
Ármann Jakobsson og Guðrún Kvaran: Götunöfn í Reykjavík 167 Múr höfða og Meitilshöfða við Bíldshöfða, Eirhöfða og Funahöfða. Í Skerja­ firði var lagt til að bæta Reginsnesi og Andvaranesi við Fáfnisnes og halda þannig áfram að vísa í goðsöguna um Sigurð Fáfnisbana og Rínargullið. Ekki er alveg jafn skýrt hvernig nöfnin í Múlahverfinu eru fundin. Þar eru fyrir Ármúli, Síðumúli, Fellsmúli og Hallarmúli en starfshópurinn ákvað að bæta við Blámúla, Barðmúla og Dalsmúla. Áherslan er hér á samfellu frekar en frumleika. Við höfum nú nefnt allmörg af þeim nöfnum sem starfshópurinn lagði til við Skipulagsráð Reykjavíkurborgar en ekki nærri öll. Slíkt er ekki mögulegt þegar grein er skorinn þröngur stakkur. Við munum þó nefna hér í lokin nýtt svið sem ekki tengist umferðargötum en er afar mikilvægt hvað öryggi varðar ef kalla þarf til sjúkralið eða lögreglu vegna slyss. Um er að ræða nöfn á hjóla­ og göngustígum. Hér verða nefndir sem dæmi sex fjölfarnir stígar sem starfshópurinn lagði til að nefna árið 2020 og fengu viðliðinn ­leið. Þetta eru stígurinn með fram Sæbraut (Mánaleið), stígurinn sem liggur meðfram Ægisíðu gegnum Fossvog og inn í Elliðaárdal (Sólarleið), stígurinn í gegnum Elliðaárdal (Árleið), stígurinn sem liggur frá Sæbraut í gegnum Geirsnef og síðan meðfram Vesturlandsvegi inn í Mosfellsbæ (Kelduleið), stígurinn sem gengur frá Bryggjuhverfi, í gegnum Grafarvoginn til Mosfellsbæjar meðfram sjónum (Eyjaleið) og stígurinn frá Nauthólsvík, meðfram Öskjuhlíð og niður í miðbæ (Bæjarleið). 4 Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að starfshópurinn hefur komið víða við á höfuðborgarsvæðinu og lagt til ný nöfn í nær öllum hverfum borgarinnar, gömlum sem nýjum. Eins og fram hefur komið var stefna hans frá upphafi að hafa íslenskt mál ávallt í huga og leita til íslensks orðaforða eins og hann kemur fram í eldri heimildum á borð við Snorra­Eddu og í fornum kveðskap. Eins skipti landslagið einnig miklu máli og forn örnefni á þeim svæðum sem vinna átti með. Við fetuðum þar í fótspor þeirra sem gáfu götum í eldri hverfum borgarinnar nöfn eins og t.d. á Melunum, í Þingholtunum og í Hlíðunum. Við leiddum hjá okkur pólitísk átök stundarinnar sem ekki eiga að ráða því sem lengi skal standa enda geta veður skipast hratt í þeim efnum. Fyrir kom þó að nefndinni væru falin slík verkefni sem hún reyndi þá að sinna. Á þessum ríflega 20 árum var mótuð skýr stefna í nafngiftum í tunga25.indb 167 08.06.2023 15:47:17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.