Læknaneminn - 01.10.1993, Side 13

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 13
MAKRÓLÍÐ Erýtrómýcín hefur lengi verið eina makrólíð- sambandið í notkun. Notkun þess hefur einkum verið bundin við sýkingar af völdum Mycoplasma, Chlamydia og Legionella, auk þess sem það hefur verið talið kjörlyf í stað penicillíns hjá fólki með penicillínofnæmi. Megingalli lyfsins hefur verið allmikil tíðni aukaverkana frá meltingarvegi. Eru þær raktar til niðurbrots lyfsins af völdum magasýru í stór niðurbrotsefni, hemiketal- og spíróketal- sambönd. Þessi sambönd hafa verktm er svipar til verkunar mótilíns á þarmavöðva og skýrir það að öllum líkindum óþægindin. Nú eru komin fram allmörg ný makrólíð og eru þau flest ónæm fyrir áhrifum magasýru, brotna því ekki iriður og hafa þess vegna mun mirnri aukaverkanir frá meltingarvegi. hjú lyf eru víðast hvar markaðssett þegar þetta er ritað, roxithrómýcín, azitrómýcín og klaritrómýcín. Þessi lyf hafa meiri verkun en erýuómýcín gegn vissum Gramneikvæðum sýklum, s.s. Haemophilus influenzae. Klaritrómýcín hefur ennfremur aukna virkni gegn ýmsum Gramjákvæðum sýklum og Legionellu. Auk þess virðist það hafa marktæka verkun á Mycobacterium avium intracellulare og Toxoplasma gondii og er því orðið mjög gagnlegt til meðhöndlunar fylgisýkinga hjá sjúklingum með alnæmi. KÍNÓLÓNAR eru 4-flúóró-kínólón. Elsta lyfið í þessurn flokki er nalidixín sýra sem hefur verið í notkun um áratuga skeið en af hinum nýrri og breiðvirkari eru tvö markíiðssett hér á landi, ciprófloxacín og ófloxacín. Rúnriega tugur atmarra kínólón-sambanda em þó í notkun í nálægum lötidum. Þessi lyf hafa sérstæða verkun, þau hemja DNA- gýrasa (tópóísómerasa-2) sent “vefur upp” DNA- spíralnum. Lyfin frásogast vel frá þanni og hafa breitt verkunarsvið, einkum á Enterobacteriaceae og P. aeruginosa. Verkun þeirra á staphýlókokka er minni og á streptókokka, þ.á.m. pneumókokka er hún l'remur lítil og óviss. Lyfin hafa samt nokkra verkun á fjölónæma pneumókokka, þó klínískt gildi sé óvisst. Iitil verkun er á loftfælnar bakteríur. Kostir lyfjanna er mjög hratt bakteríudráp og gefa má þau um munn. Helstu ábendingar þeirra eru gegn fjölónæmum sýklum og gegn sýkingum af völdum P. aeruginosa, einkum þar sem beita þarf langvimni meðferð, t.d. gegn þvagfærasýkingum og beinsýkingum. Lyfin hafa einirig náð allmikilli og líkfega verðskuldraðri útbreiðslu við meðhöndlun á niðurgangs-sjúkdómum af völdum baktería, einkum fcrðamannaniðurgangs. Myndun ónæmis er vaxandi. Lyfin virðast hafa verið ofnotuð hér, einkmn við þvagfærasýkingum. 0 Framhald þessarar greinar þar sem fjallað verður um klíníska nolkun sýklalyfja birtisl í nœsta blaði. Sá lyfjafiokkur sem líklega hefur þanist mest út á undanfömum ámin, að undíuiskildum cefalósporíniun, ROO & COME LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 11

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.