Læknaneminn - 01.10.1993, Side 31

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 31
Mynd 4. Áætluð dánartíðni og fjöldi lœkna er hœtta störfum árlega. II Hœtta á ári. ■ Deyja á ári. landa í framhaldsnám. Árið 1992 störfuðu í Noregi 11.300 læknar og vantaði svæðisbundið lækna í heimilis-, röntgen-, geð- og taugalækningar, alls um 270 lækna. Frá árinu 1995 er spáð offramboði lækna í Noregi sem muni ná hámarki árið 2005. Frá árinu 2015 er spáð að jafnvægi hafi komist á varðandi framboð og eftirspum. Árið 1992 störfuðu í Danmörku 15.200 læknar og voru um 200 þeirra atvinnulausir og 800 læknar af ýmsum orsökum ekki í starfi. Þá voru um 2600 danskir læknar starfandi erlendis,þar af 1300 í Svíþjóð. Spáð er áframhaldandi offramboði danskra lækna til ársins 2010 en árið 2015 er því spáð að jafnvægi verði náð á atvinnumarkaði þeirra. I Finnlandi hefur verið mikill efnahagssamdrátmr og hefur heilbrigðiskerfið ekki farið varliluta af því. Þar starfa nú tæplega 14.000 læknar, þar af em um 500 atvinnulausir (12). Á Norðurlöndum er spáð áframhaldandi atvinnuleysi allt til ársins 2015 en úr því kemst á jafnvægi (inynd 5) (12). NÝ ATVINM TÆK11 ÆR1 Vegna offramboðs á læknum næstu áratugi er ekki ólíklegt að læknar muni í ríkara mæli snúa sér að störfum tengdum heilbrigðismálum öðrum en hefðbundnum læknisstörfum. I könnun sem Læknafélag Islands gerði fyrr á þessu ári meðal íslenskra lækna við nám og störf erlendis kom m.a. fram að aðeins tveir læknar vom í sémámi sem ekki telst til hefðbundinnar læknisfræði (13). LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. Mynd 5. Áœtlað framboð og eftirspurn eftir lœknum á Norðurlöndum. ■ Framboð . 11 Eftirspurn. Ámi Bjömsson yfirlæknir skrifaði nýlega grein (14) þar sem kemur m.a. fram að við stofnun Landspítalans fyrir riímum 60 árum hefði trúlega þótt ósennilegt að honum yrði stjómað af öðrum en læknum. Á þessum tíma gilti það sama mn Landakotsspítalann og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. I dag er öllum stærstu sjúkraliúsum landsins stjómað af einstakling- um sem ekki em læknislærðir. Nú er svo komið að læknar hafa misst það frumkvæði sem þeir áður höfðu í stjómun heilbrigðismála og völd þeirra fara stöðugt minnkandi og í sömu grein spyr Ami Bjömsson hvort þessi þróun sé æskileg og muni etv. að lokum leiða til þess að læknar fari að taka við fyrirmælum um lækningar frá fólki sem aldrei hefur séð bam fæðast, mann deyja eða veitt sjúkum einstaklingi umönnun. Árni Bjömsson nefnir einnig að á sama tíma og dregið hafi úr ítökum lækna á stjómunarsviðinu em aðnir heilbrigðisstéttir að verða sjálfstæðari. í grein hans segir orðrétt: “Ef við höldum okkur við æskudagana þá vom hjúkrunarfræðingar eins og nú fjölmennasta hjálparstéttin. Iljúkmnarfræðingum og öðmm hjálparstéttum var stjómað af læknum, þó vald þeirra á heimavelli væri stundum mikið, hefðu vafalaust fáir látið sér það til hugar koma að hjúkrunarfræðin yrði svo sjálfstæð, að læknar hættu að skipta sér af störfum hjúkrunarfræðinga og þessi þróun á ekki aðeins við hjúkrunarfræðinga, heldur einnig um ýmsar aðrar hjálparstéttir svo sem sjúkraþjálfara og fleiri” (14). Grímur Sæmundsen læknir bendir á það í nýlegri grein hvemig læknar erlendis hafa í vaxandi mæli tekið að sér störf í líftækniiðnaði, hjá lyfjafyrirtækjum, tryggingafélögum og hugbúnaðarfyrirtækjum (15). í kjölfar þeirrar efnahagskreppu sem gengið hefur 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.