Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 40

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 40
innflytjenda og hafi þróun berkla verið jákvæð í landinu áður dregur það þá úr áframhaldandi lækkun á heildartölunum. Nýgengi berkla heldur þó áfram að lækka ef nýgengi innfæddra er reiknað sérstaklega. Þetta staðfestir það sem raunar var vitað að lítil umgengni eða blöndun verður milli innfæddra og iimflytjenda af fyrstu kynslóð (11). Innflytjendur búa oft þröngt og af ýmsum ástæðum t.d. vegna tungumálaörðugleika og fátæktar, eiga þeir erfiðara með að nýta sér heilbrigðisþjónustu nýja heimalandsins. I Bandaríkjunum og víðar bætist við sú staðreynd að stór hluti imiflytjenda eru ólöglegir og gefur auga leið að sem slíkir geta þeir ekki með góðu móti notfært sér heilbrigðisþjónustu þó hún sé til staðar. Þar sem fátækt, fíkniefnanotkun, drykkjuskapur og heimilisleysi valda því að fólk hnigast saman í hreysum eða í þröngbýlum fangelsum verður ferli (transmission) berklabaktería margfalt meira en ella væri. Nýgengi berkla í fangelsum New York fylkis var t.d. 15 á hverja 100 000 árið 1976 en var 105 árið 1986 (10). Við þessar kringumstæður leiðir sýking með berklabakteríum oftar og fyrr til berklaveiki en ella væri (þröngbýli, meira smitefni, slæmur aðbúnaður, lélegri fæða). Ef eyðnismitun er jafnframt í myndinni hjá sama einstaklingi má nánast bóka að berklar koma fram. í Bandaríkjunum hafa ekki allir sömu möguleika á að nýta sér heilbrigðisþjónustu. Með því einkatryggingakerfi sem gildir í USA er talið að um 37 milljónir manna séu án sjúkratryggingar þ.á.m. Mynd 4. Dauðsföll (íþúsundum) afvöldum berkla eftir heimsálfum. Árið 1992 og áœtlað árið 2000 (19). berklatilfella í Bandaríkjunum meðal fólks af rómversk-amerískum uppruna (latin american, hispanic) og meðal svartra. Þeirra á meðal var aukningin einkum hjá ungu l'ólki. Meðal hvítra var aukningin mest hjá þeitn eldri. Hvers vegna koma berklamir aftur? Á þessu eru margar skýringar sem oft eru innbyrðis tengdar. Stundum er svarað: Þeir fóru aldrei. Bakteríurmeð lyfjaviðnám eru aðeins lúuti af vandamálinu en lenda oftast í “fiéttum”. Til að átta sig á samhengi atbuiðanna verður að fjalla um helstu skýringaþættina. Þeir sem tekið liafa eyðniveiruna eru í meiri hættu að fá berkla ef þeir smitast af berklabakteríu. Þamúg er áhættan á berklaveiki hjá þeim sem tekið hafa berklabakteríu um 10% á œvinni en um 8% á ári hjá þeim sem eru einnig snútaðir af eyðniveim (10). Þetta sýnir vel hve mikla þýðingu ónæmiskerfið hefur við berklasýkingu. Ferli (transmission) berklabaktería er mest þar sem mikið kraðak er, eins og á sjúkraliúsum, fangelsum og búðum fyrir flóttamenn eða heimilislausa. Á þessum stöðum eykst nú hundraðshluti þeirra sem snútaðir em með eyðiúveiru stöðugt. Hjá eyðnismituðum koma berklar oft löngu fyrr en aðrar sýkingar eins og t.d. af völdum Pneumocystis carinii. Berklar geta þannig verið fyrsta vísbending um að sjúklingur sé smitaður með eyðniveim, en ættu ekki sem slíkir að verða honum að aldurtila. Fjöldi innflytjenda til Vcsturlanda frá löndum þar sem nýgengi berkla er hátt eykst stöðugt. I nýja heimalandinu eru berklar áfram algengari meðal 38 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.