Læknaneminn - 01.10.1993, Side 43

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 43
þarf meðferð. Við val lyfja er því nauðsynlegt að hal'a góða sögu um fyrri meðferð. Til að sú saga fáist þarf að gefa sér tíma, hlusta á sjúklingiim og vimia trausl hans, því ýmislegt getur valdið því að hann kjósi að gefa ranga sögu. Meðhöndlun á sjúklingum með fjölónæmar berklabakteríur ætti að fara fram hjá sérfræðingi með reynslu á þessu sviði. Það er ekki vænlegt að gefa mn þetta “fonnúlur” eða “uppskriftir” sem eiga alltaf að passa. Ef ástand sjúklings leyfir er meginreglan sú að flýta sér hægt og hefja ekki meðferð fyrr en að vel athuguðu máli. Það á jafnvel að bíða eftir niðurstöðum um lyfjaviðnám ef verjandi er. Mikilvægt er að nota a.m.k. þrjú lyf sem sjúklingurinn hefur ekki tekið áður (eða sem næmi er fyrir samkvæmt næmisprófi), að meðferðin sé ekki í höndum sjúklingsins sjálfs, og að meðhöndla nógu lengi eða í a.m.k. eitt ár frá því ræktaiúr á hráka urðu neikvæðar og sumir segja eigi skemur en 18 mánuði alls. í nýlegri rannsókn í Bandaríkjunum hjá 134 sjúklingum með lyfjaviðnám fyrir a.m.k. ísóníasíði og rífampíni svöruðu 65% ýmissi lyfjameðferð (engimt bakteríuvöxtur frá hráka í a.m.k. 3 mánuði) en 35% ekki (14). Hjá 12 sjúklingum sem upprunalega svöruðu meðferð tók sjúkdómurimt sig upp síðar (relapse). Á 4-5 ára fylgitíma var þannig meðferðarárangur hjá 56%. 3. Hvað varðar meðhöndlun á berkluin hjá sjúklingum með skert ónœmiskerfi (til dæmis af völdum eyðniveiru) þá er ekkert sem bendir til að það þurfi aðra meðferð en venjulega ef mn næma stofna er aðræða(15). Sé um fjölónæma stofna að ræða hjá ónæmisskertum sjúklingum þá eru ntargir þeirrar skoðunar að sérstakrar meðferðar sé þörf. Ekkert hefur komið fram sem samiar ótvírætt að hjá þessmn sjúkhngum sé útkoman verri en hjá sjúklingum með óskert ónæmi umfrarn það sem búast má við vegna þeirra grunnsjúkdóms. Hins vegar er útkoman hjá sjúklingaliópum með fjölónæma bakteríustofna alltaf slæm. Vitað er að meðferð með rífampíni, ísóníazíði og pýrazínamíði er jafn virk þótt lyfjaviðnám sé til staðar frá byrjun fyrir streptómycúú, ísóníazíði eða báðum (16). Samt bæta flesúr við fjórða lyfi ef gmnur er á að ónæmi gegn einu lyfi sé úl staðar. Ef bakteríumar em næmar fyrir lyfjunum og sjúklingur tekur þau rétt fæst nánast 100% svörun. Sjúkdómurinn tekur sig upp hjá aðeins 3,4% efúr að meðferð lýkur (relapse). Ef stofnanúr em hins vegar með viðnám fyrir rífampmi er árangur af þessari meðferð lélegur og enn lélegri ef viðnám fyrir ísóníazíði er líka úl slaðar (14). SKORTUR Á RÉTTUM VIÐBÚNAÐIOG FYRIRBYGGJANDIAÐGERÐUM Oft hefur grundvallarreglum um smitgát svo sem að bæði sjitklingur og starfslið noú maska ekki verið fylgt. Sjúklingar með smitandi lungnaberkla af völdum fjölónæmra bakteríustofna hafa verið vistaðir á almennum sjúkradeildum, stundum ásamt eyðmsmituðum. Smitandi berklasjúklinga á aldrei að vista með sjúklingum með skert ónæmiskerfi. Vegna rangrar umgengni um einangrunarherbergi á sjúkrastofnunum hafa fjölónæmar berklabakteríur borist með andrúmslofti milli herbergja og valdið smitun. Allir sem úl þekkja vita hve erfitt getur verið að sjá fyrir réttum aðbúnaði á sjúkrahúsi, sérstaklega ef um skyndiinnlögn er að ræða. Oft er bæði ódýrast og best frá sóttvamarsjónarmiði að veita meðferð í heimahúsum. Suma sjúklinga þarf þó að vista á sjúkrastofnun og veiður því að gera ráð fyrir aðstöðu úl þess. Hafa ber í huga að í mörgum úlfellum reynist erfitt að veita t.d. berlaveikum áfengissjúklingum meðferð á göngudeild og þeir detta oft út úr efúrliú. HVERNIG MÁ BÆTA FRAMKVÆMD MEÐFERÐAR? Berklar eru eitt mesta heilbrigðisvandamál veraldar. Berklar eru smitandi og snerta því ekki bara sjúklinginn heldur líka þá sem eru í kringum liaim í samfélaginu. Það er vitað hvemig fara á að við lækiúngar berkla en oft bregst framkvæmdin eigi að síður. Því verður að bæta franúcvæmdina með því að auka vitund um þessi vandamál bæði hjá þeim sem veita meðferð og þeim sem þiggja. Hérlendis er nýgengi berkla um 6/100 000 og greinast nú um 15 sjúklingar á ári. Þegar ekki er um fleiri sjúklinga að ræða er augljóslega ekki á færi allra lækna að halda þekkingu sinni og leikni nægilega við að þessu leyú. Þess vegna eiga þessir sjúklingar á íslandi og víðar á Vesturlöndum að vera í meðferð hjá þeim sem best þekkja til á sviði berkla. Með auknum samgöngum við aðra heimshluta þarf að hafa í huga faraldsfræði berkla og faraldsfræði ónæmra stofna í heiminum (global epidemiology) bæði við ákvarðanatöku um meðferð berklasjúklinga og fyrirbyggjandi meðferð. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 41

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.